Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 67
199
skrár, er aðrir lögmenn hafi haft2; sýnist eðlilegra að
taka orðið eins og það hljóðar, og þá verður reglan
sú, að Hafliðaskrá skal ávallt fara eptir, en eigi ept-
ir því er lögfróðir menn segja, nema ekkert standi í
Hafliðaskrá, eða þeir segi regluna glöggar. Hafliða-
skrá var rituð um veturinn 1117—m8;enþað er allra
álit, að hún hafi eigi getað verið mjög löng, eða að í
hana hafi verið rituð öll lögin1; og það vita menn, að
eigi var Kristinna laga þáttur ritaður í hana; því að
hann var ritaður nokkru síðar, á árunum 1123—1133.
Með því að Hafliðaskrá hefur eigi verið löng, þá er
eðlilegt, að ýmsir lögfróðir menn hafi kunnað meira;
en nú hefur verið vafi á, hvort fara mætti eptir þeirra
„fyrirsögn". Ef til vill, hafa menn þrætt um lögin, og
þá hafa þessi lög verið sett, og er líklegt, að þau
hafi verið sett, áður en fleiri lögbækur hafa verið
ritaðar en Hafliðaskrá. Lögin um skrár biskupanna
sýnast aptur á móti vera frá miklu seinni tímum, er
margar lögbækur hafi verið komnar; hefur svo þessum
lögum verið skotið inn í, og hin eldri lög um Hafliða-
skrá, sem nú hefur eigi þurft á að halda, látin vera
kyr, svo sem menn og hafa dæmi til, þegar nýjum
lögum hefur verið skotið inn í lögbækurnar2.
pk er talað um, hversu skera skuli úr, þá er
menn þræta um lögmál. Sá, er reyna vill, skal biðja
lögsögumann og alla goða með vottum, að fara í lög-
rjettu og' greiða „lögmál þetta, svá sem héðan frá
skal vera“; lögrjettumenn eru skyldir til að fara og
lögð mikil hegning við, ef menn rækja eigi skyldu
sína; eru enn fremur nákvæmar reglur um, hvernig
að skal fara, ef lögrjettumenn eru sjúkir eða einhver
varnar skila um þetta mál: vill eigi fara eða gefa at-
1) Aarböger f. n. Oldk. 1873 bls. 243. Graagaas bls. 30,
2) Sbr. ísl. fornbrjefasafn I. bls. 374. o. flg.