Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 136
268
til að nota afl kolasýrunnar til þess að lypta upp skipum,
og hefir það heppnazt vel. Mest er þó kolasýran notuð til
þess að hefja bjór úr tunnum í flöskur; þar vinnur kola-
sýran þrennt í senn: lyptir bjórnum úr tunnunum, kælir
hann, og gerir ölið kolasýrumeira og ljúfara á bragðið.
Eins er kolasýran mikið notuð til þess að búa til ölkeldu-
vatn með íþrótt, og við víngjörð, þegar búa skal til vín þau,
er freyða, t. d. champagne.
Á seinni árum hafa menn opt notað sér afl það, er
fram leiðist af samþrýstu lopti — þéttilopti. — Nú hefir fé-
lag eitt í Birmingham fengið leyfihjá enskaþinginu til þess
að leggja pípur með þéttilopti um alla borgina, svo hver
sem vill geti notað sér þetta afl. Stórar gufuvélar með
8,400 hesta afli eiga að þrýsta loptinu inn í pípurnar. Hver
sem vill, getur fengið loptpípu inn í sitt hús, til þess að knýja
með því áfram alls konar vinnuvélar.
Nú eru menn farnir að nota spektróskóp (sbr. Andvari
1882) til þess að segja fyrir veður. Menn tóku eptir því
snemma, að í ljósbandi af vanalegu dagsljósi eru svörtu rák-
irnar (Frauenhofers-rákirnar) langmestar næst dökkrauða
endanum. Seinna tókst mönnum að sýna, að þetta orsak-
ast af vatnsgufum í loptinu. Náttúrufræðingurinn Piazzi
Smith hefir sýnt, að með þessu móti má segja fyrir dag-
lega regn og aðra úrkomu. A því, hve rákarnar eru marg-
ar og hvernig þær vita hver við annari, má sjá, hve mikið
er af vatns-eimi í loptinu, og hve mikið vantar á, að loptið
sje alþrungið vatns-eimi, svo að von sé úrfellis.
Nýlega hefir fundizt ákaflega stór demant í Suður-
Afríku; hann vegur 47ð karöt ófægður, og er stærstur allra
demanta, sem nú eru til. Eitt gimsteinskarat er 0,205 úr