Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 3
135
ritað allmikið um Grágás. J>á er hún var prentuð
1829, ritaði danskur lögfræðingur J. F. G. Schlegel
mikinn og fróðlegan formála fyrir útgáfunni, og
skömmu síðar samdi hann aðra ritgjörð á dönsku, sem
prentuð er í Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed, i.
bindi, 1832, og eru þar tekin fram aðalatriðin úr for-
málanum. Um sama leyti ritaði Baldvin Einarsson all-
mikla ritgjörð á dönsku um Grágás, en Baldvin dó,
eins og kunnugt er, 1833, og var þá eigi búinn að full-
gjöra ritgjörðina; en eigi að síður kom hún þó á prent
eptir dauða hans i Juridisk Tidskrift 22. bindi 1834.
1848 ritaði Vilhjálmur Finsen ritgjörð „Den is-
landske Familieret efter Grágás“, og fjekk fyrir heið-
urspening háskólans í gulli. þ>essi ritgjörð er mikið
rit og kom á prent í Annaler for nordisk Oldkyndig-
hed og Historie 1849 og 1850; er hún um rjettará-
stand ættarinnar, er var miklu þýðingarmeira eptir
Grágás, en eptir núgildandi lögum, með því að ýmsar
skyldur og rjettindi, er þá voru bundnar við frændsemi
og sifjar, eiga sjer nú eigi lengur stað eða er komið
fyrir á annan veg; enn fremur er þar ritað margt um
fornlögin í heild sinni.
Eptir að dr. Vilhjálmur Finsen hafði gefið Grá-
gás út eptir skinnbókinni í bókasafni konungs, Kon-
ungsbók, samdi prófessor dr. Konráð Maurer ritgjörð
um Grágás, „Graagaas“, er kom á prent í Encyclopádie
der Wissenschaften und Kiinste, herausgegeben von
J. S. Ersch und J. G. Gruber, 77. bindi, 1864. Rit-
gjörð þessi er mjög stór, og skýrir höfundurinn þar
frá handritum af Grágás, útgáfum af henni, segir frá
yfirliti yfir sögu iaganna á þjóðveldistímanum, ritar
um uppruna Grágásar, nafnið Grágás, o. s. frv. Sýnir
höfundurinn þar, að nafnið Grágás er fyrst komið upp
um 1600, og að liggi misskilningur til grundvallar fyrir