Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 69
201
lögrjettumenn skáru úr, hvernig lögin skyldu skiljast1.
Enn fremur ætlar hann, að þá er menn rjettu lög,
hafi verið farið eptir 3. greininni, og atkvæðafjöldi
ráðið úrslitum; en þá er nýmæli hafi verið gerð, hafi
þau orðið að samþykkja i einu hljóði, eða með öðrum
orðum, að farið hafi verið eptir 2. gr.2. En þessi skoð-
un er tæplega rjett. Fyrst og fremst eru orðin í 3.
greininni þannig, að menn geta heimfært undir þau
þrætu um, hvað rjett sje, án þess þeir hafi fyrir sjer
neina eldri óljósa lagagrein; en þó að 3. gr. hafi slíkt
eigi fyrir augum, þá er þó eðlilegra, að aðferðin eptir
3. gr. hafi verið höfð, heldur en að nýmælin hafi verið
samþykkt eins og leyfin3. fað er auðsjáanlégt, að
menn hirða lítið um leyfin; það er, eins og áður er
getið, nóg, að 48 menn, annaðhvort goðar eða umráða-
menn, sjeu viðstaddir, og ekkert atkvæði má vera á
móti, og menn jafnvel utan lögrjettu geta lagt bann
við. En aptur á móti eru nákvæmar reglur um úr-
skurð lögrjettunnar, er menn þræta um lög, og miða
þær allar til þess, að málið verði sem vandlegast hugs-
að, menn greiði atkvæði sfn eptir beztu sannfæringu
og úrslit málsins verði sem rjettlátust og skynsamleg-
ust. ]?að er eðlilegra, að menn hafi látið sjer mjög
umhugað um nýmæli, og viljað komast hjá, að þau
væru samþykkt, nema eptir nákvæma íhugun, en þá
verður og rjettara að ætla, að aðferðin hafi verlð eins
góð og þá er á að skera úr þrætu manna um óljós
lög.
En áður en lengra er farið út í þetta mál, mun
eigi illa til fallið, að nefna ýms lög, sem menn hafa
1) Grraagaas bls. 32, og Island bls. 173.
2) Graagaas bls. 32, og Island bls. 173.
3) Aarb. f. n. Oldk. 1873. bls. 161 o. flg. Grágás 1883
bls. 648.