Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 31
163
bók, eptir að hún kom til Hafnar, eða með öðr-
um orðum á árunum 1722—1728, og öll hin 3 kveð-
ur hann einnig vera runnin frá Leirárgarðabók; er
þetta 1 sjálfu sjer eðlilegt, því að það væri næsta und-
arlegt, ef engin eptirrit væru til af þessari skinnbók,
þar sem þó eru til mörg eptirrit af flestum öðrum góðum
skinnbókum; þessi handrit eru runnin frá skinnbók.sem
hefur verið öðruvísi en nokkur önnur, sem nú eru til ;
en hver ætti það að vera önnnr en Leirárgarðabók ?
Menn þekkja eigi aðra skinnbók, sem týnzt hefur, og
því er ekkert líkara til, en að þetta sje einmitt hún.
fað sem að endingu gjörir málið fullvíst, eru tilvísanir
Páls Vídalíns í Skýringum sínum yfir fornyrði lögbók-
ar. Opt er þar vísað í Staðarhólsbók, Staðarfellsbók
og Arnarbælisbók, stundum nefnir hann þær en stund-
um eigi, og verður ávallt fundið, hver bókin er; opt
vitnar hann og í Leirárgarðabók, og kemur þá eigi
heim við neinar af hinum skinnbókunum, og stund-
um nefnir hann enga sjerstaka skinnbók, þar sem eigi
heldur kemur heim við hinar skinnbækurnar, sem hann
hefur haft1. fannig vísar2 hann t. a. m. í kap. 12. í
Kristinnrjett Leirárgarðabókar og tilfærir orðin, en hjer
komahvorki orð eðakapítulatala lieim viðskinnhandritin;
en þá er dr. Vilhjálmur hafði fundið þessi 4 pappírs-
handrit, þá stóð allt heima.
Af þessum ástæðum má því telja alveg víst, að
þessi pappirshandrit sje rituð eptir eða runnin frá Leir-
árgarðabók.
9. Skinnbók3 í litlu 4 blaða broti í safni Árna
1) Fornyrði bls. 56, 68—60, 62—63, 160, 178, 496, 636.
2) Fornyrði bls. 59.
3) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 155—158, Graagaas bls. 7, Grágás
1883 bls. XLV.
11*