Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 130
262
bóginn og forðað sér. Samgöngur allar norður á við eru
tepptar, því allt hefir verið í báli fyrir norðan 8° n. br.
Frézt hefir eptir Aröbutn, að Emin-Bey hafi getað varizt í
Ladó (Gondokoro), og getað haldið yfirráðum yfir landinu í
kring. Nú hefir verið gerður út leiðangur frá þýzkalandi
til þess að reyna að bjarga þeim, og er A. Fischer oddviti
fararinnar. Fischer hefir ferðazt í Austur-Afríku, og hefir
verið 7 ár læknir í Zanzibar; ætlar hann frá austurströnd-
inni að freista að komast norður að Yictoria-Nyanza og
þaðan til Ladó. I ágústmánuði 1885 komu þær fregnir þar
að sunnan, að Emin-Bey hefði orðið að láta undan síga frá
Ladó, og haldið suður á við til Uganda, orðið að berjast
á leiðinni og sæti nú í víggirtum herbúðum í fjandmanna-
landi. OscarLenz ætlar, sem fyr er getið, upp eptir Kongó,
og hefir viðbúnað til að vera þeim til styrktar, ef hann
kemst svo langt norður á við. Má að öllurn líkindum von-
ast bráðum einhverra tíðinda um afdrif þessara manna.
þjóðverjar hafa á þessu ári misst einn af sínum beztu
mönnum, Gust.Nachtigal; hann var einn af hinum ótrauðustu
og lærðustu fræðimönnum, er ferðazt hafa um Afríku. Nachti-
gal var fæddur 1834, stundaði læknisfræði og náttúrufræði við
ýmsa háskóla á þýzkalandi, fór síðau tilTunis sökum brjóstveiki
og var þar læknir þangað til 1869; þá var honurn falið á
hendur að færa soldáninum í Bornú í Súdan gjafir frá Prússa-
konungi. Fór hann svo um Sahara og Súdan, og var á
þeirri ferð í 6 ár, gerði ótal uppppgötvanir og rannsóknir,
en varð að þola mestu mannraunir, var opt nær dauða en
lífi af hungri, þorsta og klæðleysi, varð veikur, rændur,
særður og handtekinn, en komst allt af undan. Síðan
dvaldi hann í Berlín, var formaður landfræðifélagsin þar
og annara félaga, var hvatamaður til rannsókna og land-
náms í Afríku, og var í hinum mestu metum sem ágætis-
vísindamaður. — Arið 1882 gerði Bismarck Nachtigal að
sendiboða fyrir þýzka ríkið í Túnis, og 1884 var honum
falið á hendur að hafa yfirumsjón með nýlendum þjóðverja
á vesturströnd Afríku, og koma nýlendumálum þeirra í lag.