Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 8
140
því ekki neitt úr neinu1. Árna Magnússonar nefndin
vildi eigi takast það í fang, að gefa Grágás út, og
engir aðrir tóku sig heldur fram um það. Svona leið
og beið þangað til 1772, þá kom út 1. bindi af kirkju-
sögu Finns biskups (Historia ecclesiastica Islandiæ I.),
og var þar prentað auk ýmsra smágreina úr Grágás
ágrip af tíundarlögum Gissurar biskups (á bls.
120—i2i)2. Fjórum árum síðar, 1776, gaf Grimur Jóns-
son Thorkelín út Kristinnrjett hinn gamla edr |>or-
láks og Ketils biskupa. Árið eptir gaf hann út Krist-
innrjett hinn nýja eðr Árna biskups, og fór svo að
hugsa til, að gefa alla Grágás út. Sama árið 1777
sendi hann út skjal og skoraði á menn að veita fjár-
styrk til þessa fyrirtækis; tóku menn vel undir áskor-
unina bæði í Danmörku og á Englandi, og lofuðu
töluverðum fjárframlögum. Árið 1779 gaf Grímur út
4 fyrstu kapítulana af Vígslóða og fjekk doktorsnafn-
bót fyrir. En síðan kom ekkert á prent frá hans hendi.
Árið 1786 fór Grimur til Englands og var þar um
veturinn, byrjaði hann þá að nýju að starfa að útgáf-
unni, en þó kom ekkert á prent. Um seinustu aldamót
(í 795 og 1807) voru brunar miklir í Kaupmannahöfn ;
1) Jón Marteinsson hefur ritaö ritgjörð um Grágás „Anmærkn-
inger om den islandske Lov Graagaasen kaldet, dens Navn, Op-
rindelse og Exeinplarer11 i IJlldals Saml. 46 fol. og Ny kongel.
Saml. 1277 fol. í bókasafni konungs, þar sem hann minnist á, að
Grágás skuli gefast út. Jón hefur verið heldur óbilgjarn maður
og harður í dómum; hann ritaði kæruskjal, af því hann missti
styrkinn; nefnir hann þar hversu illa styrknum af sjóði Árna
Magnússonar sje varið, að hann sje nú hafður til þess að fara
„skemmtiferðir á íslandi, róta þar í öskunni ogfinna alls ekkert“
(sjá fiord. Tidskrift f. Oldk. I. bls. 146). þetta var ferð Bjarna
Pálssonar og Eggerts Olafssonar. Misjafnir eru manna-
dómar.
2) Sjá um útgáfurnar af' Grágás „Graagaas“ bls. 11—17.