Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 93
manna, ef minni hlutinn er fjórði partur lögrjettu-
manna á miðbekk eða meiri, þá vinna hvorutveggju
vjefangseið að máli sínu.
En eins og vjefangseiðar lögrjettumanna hafa ver-
ið því til fyrirstöðu, að menn breyttu skoðun sinni al-
veg út í bláinn, eins hafa þeir verið til þess, að halda
uppi rjettlætinu. HvíHk bönd hafa það eigi verið á
lögrjettumönnum til þess að fylgja sannfæringu sinni
og halda því fram, er þeir álitu rjettast og bezt, er
þeir 1 hvert skipti máttu búast við, að þeir myndu
verða að vinna eið að þvl, er þeir fylgdu fram. Enn
fremur er það skylda hvers einstaks, að færa ástæður
fyrir skoðun sinni og atkvæði sínu. Og ræðurnar um
lögin eru haldnar, ástæður fyrir skoðun manna færðar,
atkvæði greidd og eiðar unnir, eigi innan luktra dyra,
heldur undir berum himni í áheyrn alls þingheims.
J>ess verður og að geta, að þótt goðorð gengi að
erfðum, þá voru þessi völd mest komin undir skör-
ungskap manns sjálfs og mannkostum. Goðarnir voru
bændur og lifðu mest á búi sínu, eins og bændur, sem
eigi fóru með goðorð, og þeir voru engu síður háðir
þingmönnum sinum, en þingmenn voru háðir þeim.
Vjer vitum og engin dæmi til, að goðarnir hafi reynt
til þess, að leggja þungar álögur á bændur. Lögsögu-
maðurinn beitir aldrei undirróðri til þess að fá aukin
sfn litlu laun. Á Sturlungaöldinni verða bændur
auðvitað að hafa töluverð fjárframlög við goða sína,
en slíkt er eigi skipað með lögum, og þegar t. a. m.
sauðakvöð er hafin í hjeraði, þá er slíkt eigi neitt
fast gjald, heldur verður miklu fremur að skoða slíkt
sem samskot.
En engu síður en tryggingar voru settar við því,
að fastheldni og rjettlæti ætti sjer stað í löggjöf lands-
ins, engu síður var sjeð fyrir lagapekkingu löggjajanna.
Tímarit hina íalenzka Bókmenntafjelags. VI. 15.