Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 38
170
vopnaburð í kirkju, sem eigi hefur þekkzt áður. Eins
erumgreinina úr litla kverinu A. M. 58, og handritinu
A. M. 37, um það, hve nær nýmælin skuli skoðast
sem lög fullkomlega ; greinin er eigi meira en ein lína,
en hefur mikla þýðingu. Hana má nefna sem dæmi til
þess, hversu mikla fyrirhöfn menn hafa fyrir að rann-
saka söfn og handrit. Kverið A.M.(s8) er ritað um 1620,
og er í því hitt og þetta, mest um lög og sagnfræði:
eigandinn hefur haft kverið eins og minnisbók eða
ruslakistu, og innan um allt þetta er svo að eins ein
lina, sém við kemur Grágás; eins er með hitt hand-
ritið (A.M. 37); þar er fjöldi af blöðum og mest um
Jónsbók; innan um allt þetta kemur svo setningin um
nýmæli. Hvílik fyrirhöfn er það eigi, að skoða og
rannsaka allar líkar bækur á söfnunum, og finna,
eins og við er að búast, sjaldnast nokkuð, sem við
kemur því, sem leitað er að. f»á er að endingu að
nefna greinina úr Troilsbók, er eigi hefur verið kunn
áður.
J>ess hefur áður verið getið, að menn voru alls
eigi ánægðir með hinar fyrri útgáfur af Grágás. Hinir
fyrri útgefendur höfðu eigi haft nóga virðingu fyrir
hinum ágætu lagahandritum, og bæði breytt frá niður-
skipun þeirra, tekið upp í textann ýmist úr þessu eða
hinu, svo að menn gátu eigi fengið neina glögga hug-
mynd um, hvernig lagahandritin væru sjálf, og einnig
breytt rithætti þeirra. Jón Sigurðsson hefur gefið
út eitt og annað úr Grágás í íslenzku fornbrjefasafni,
eptir að dr. Vilhjálmur var byrjaður á að gefa út Kon-
ungsbók; þannig hefur hann gefið út tíundarlög Giss-
urar biskups og prentað hvert handrit fyrir sig. J>að.
sem hann ljet prenta, var, eins og við var að búast af
honum, mjög vandlega gefið út, en þó fá menn enn
þá glöggari hugmynd um handritin í útgáfum dr. Vil-
hjálms, því að menn geta eigi sjeð í því, sem gefið er