Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 98
230
móti. Má þannig líkja þeim við damm- eða kotru-
töflu, eptir lögun sinni. Jafnskjótt og litið er í sjón-
aukann, sjest, hversu fjarska smá þau eru, en þó er
ekki þegar hægt að gera sjer ljósa stærð þeirra. Með
hinum nákvæmustu mælingum, sem gerðar hafa verið,
hefir það fundizt, að hin rauðu blóðkorn mannsins eru
að meðaltali 0,008 (átta þúsundustu) úr millimeter1 að
þvermáli. Hin hvítu eru dálítið stærri, eða 0,01 (einn
hundraðasti) millimeter að þvermáli. Reyndar er hætt
við, að margir þykist litlu nær, þó þeim sjeu sagðar
svo smáar tölur, og menn munu fá betri hugmynd um,
hve fjarska smá þau eru, þegar sagt er, að í jafn-
miklu blóði og vanalegum títuprjónshaus eru 4—5
miljónir af þessum blóðkornum. En nú er ekki þar
með búið; meir en helmingur og opt 2/s af blóðinu
er blóðvökvi, og þannig geta 4—5 miljónir hinna rauðu
blóðkorna rúmast í þriðjung af títuprjónshaus. Vjer
getum þvi varla gert oss hugmynd um, hve fjarska
smá þau eru.
Hin rauðu blóðkorn eru þó ekki jafnstór í mannin-
um öðrum dýrum. Mismunurinn á stærð þeirra í
manninum og öðrum spendýrum er þó yfir höfuð lítill;
þau hafa öll kringlótt blóðkorn, að undanteknum úlf-
aldanum, lamadýrinu og dræmingjanum, sem hafa
hnöttótt blóðkorn. Hin hnattmynduðu blóðkorn fugl-
anna eru stærri og einkum lengri en hjá manninum. í
sumum dýrum með köldu blóði eru þó blóðkornin enn
þá stærri; þannig hefir þorskurinn og vatns-sala-
mandurinn svo stór blóðkorn, að þau eru átta sinnum
stærri en í fílnum og manninum. Hið einkennilega
pöddudýr (amphibium) „proteus anguinus“, sem lifir í
vatni í hellum neðanjarðar, t. d. í Adelsbergshellinum í
1) Millimeter er tœplega hálf lína dönsk.