Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 59
191
mundi þá eigi vera rjettast að leggja það niður? Eins
og fyr er ritað, eru sumir frægir fræðimenn á þessari
skoðun; en dr. Vilhjálmur Finsen hefur haldið nafninu
og varið þá skoðun. Dr. Konráð Maurer þykja hand-
ritin af Grágás svo ólík, að eitt nafn á þeim sje
villandi; en dr. Vilhjálmnr segir, að þau sje þó
svo lík, að eitt nafn á þeim sje heppilegt; enn
fremur segir hann, að þótt það sje ranglega upp
komið, þá sje það þó nú orðið nær 300 ára gam-
alt, og það sje eigi hætt við, að nafnið valdi ruglingi
á fornlögum vorum við hin norsku lög í frándheimi;
því að lögbók sú, er þar var og kölluð var Grágás,
er eigi lengur til; þykir honum því heppilegt, að halda
þessu gamla Grágásarnafni1. Og sýnist þetta rjett vera.
£>að mundi verða mjög erfitt, að útrýma nafninu; því
að það er mjög handhægt að nota það. J>á er t. a.
m. einhver ákvæði eru í öllum handritum, er miklu
þægilegra að segja, að ákvæðin standi í Grágás, held-
ur en að nefna öll þessi handrit. En hins verður þá
jafnframt vel að gæta, að byggja eigi neina loptkastala
á nafninu eintómu, eða t. a. m. ímynda sjer, að Grá-
gás sje lögtekin öll í einu í þeirri mynd, sem hún er,
að sínu leyti eins og Járnsíða og Jónsbók. J>að er
víst þetta, sem Konráð Maurer hefur verið mest hrædd-
ur við2, og viljað því leggja nafnið niður; en úr þessu
ætti menn eigi að þurfa að óttast slíkt, og í þeirri von
má ráða til þess, að halda nafninu framvegis.
1) Staðarhólsbók bls. XXIV-XXIX, Grágás 1883, bls. XXXII
-XXXIV.
2) Sbr. orðin í Udsigt over de nordgerm. Retskilders Historie,
bls. 82—83: „I vore Dage, da det allerede længst erkjendes, at
Retsudviklingen i den islandske Fristat var fuldkommen uaf-
hængig af Norge, bör denDe fejlagtige Benævnelse ikke mere
kunne benyttes til at understötte Paastanden om den angivelige
Enhed mellem de forskjellige Retskilder, som helt eller delvis
ere opbevarede íra hin Tid“.