Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 90
222
verður þó líklega eðlilegast, að ætla, að svo hafi eigi
verið; heldur hafi annaðhvort lögsögumaðurinn þurft
að vera á sama máli, og þá getur hann kallað lög-
rjettumenn saman, eða þá að meiri hluti lögrjettu-
manna hafi gefið sig fram og heimtað fund1. Að lög-
bergi hefur optast verið hægt að sjá, hvernig afdrifin
myndu verða, eptir því, hversu tekið var undir málið
þar. þ»að sjest og, að þ>orvaldur, þegar hann boðaði
kristni að lögbergi, gerði engar tilraunir til þess að fá
lögrjettumenn til þess að halda fund, enda var auð-
sjeð, að slíkt gat eigi haft neinn árangur.
Af því, er sagt hefur verið, sjest, hversu greiður
aðgangur var til þess að fá lögrjettumenn til þess að
ganga til lögrjettu og setja þar lög; lágu þungar refs-
ingar við, ef menn eigi gengu til lögrjettu samkvæmt
lagaskyldu sinni. En jafnljett og verið hefur að fá
ný lög, jafnljett var að losast við þau aptur; því að
þá þurfti eigi að fara öðruvísi að, en sleppa nýmælum
úr uppsögn laganna, í hin þrjú sumur, er þau
áttu að vera „lögð til lögbergis“, til þes að geta ver-
ið talin með hinum eldri lögum; en þetta var þó því
að eins ljett, að lögin væru mjög lítils virði2, því að
það var eigi eingöngu komið undið vilja lögsögu-
mannsins, hvort hann vildi segja nýmælin upp, heldur
voru lögrjettumenn skyldir að hlýða á hann, og minna
hann á, ef einhveiju var sleppt.
Um þetta er nákvæm lagagrein í Lögrjettuþætti3,
sem svo er. „J>at er ok skylt þeim mönnum öllum,
er lögréttu setu eigu, at fylla upp sögu ávallt, er lög-
sögumaðr vill lög upp segja, hvárt sem þat er at lög-
bergi eða í lögréttu, ok þótt í kirkju sé, ef veðr er
1) Aarböger f. n. Oldk. 1873 bls. 197.
2) Aarböger f. n. Oldk. 1873 bls. 205.
3) Konungsbók I. bls. 216.