Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 127
269
Zanzibar, kastað eign sinni á mikil lönd norður af Nyassa-
vatni, og heitir þar Usagara.
Frakkneskur herforingi, V. Giraud, er nýkominn heim
úr rann8Óknarferð í Afríku, og hefir uppgötvað margt í héruð-
um þeim, er hggja suður og vestur af vötnunum miklu í
Mið-Afríku. Hann fór á land á austurströnd Afríku frá
Zanzibar og fór svo vestur á við um fjallendið Usagara, sem
er yfir 6,000 fet á hæð, síðan um Livingstone-fjöll norður af
Nyassa-vatni, og svo um sléttlendi til Bangveolo-vatns.
Vatn þetta fann Livingstone fyrstur manna; þaðan kemur
Kongó-fljótið og fellur þaðan norður í Moero-vatn. Bang-
veolo-vatnið er töluvert öðruvísi lagað en menn hóldu áður;
kringum Moéro-vatnið eru mjög fögur og frjóvsöm lönd og
mesti urmull af veiðidýrum. Giraud varð þráfaldlega að
berjast við Svertingja, var tvisvar tekinn höndum og komst
nauðulega undan lífláti. Giraud komst eptir mestu mann-
raunir norður að Tanganika-vatni, og hitti þar kristniboða
frá Belgíu; hann ætlaði því næst að halda vestur á bóginn
niður að nýlendum Stanleys við Kongó; en á þeirri leið
tók ekki betra við ; fylgdarmenn hans gerðu uppreisn, rændu
hann og hlupu á braut; komst hann nauðulega til kristni-
boðanna aptur og hélt svo suður með vötnunum Tanganika,
Nyassa og Schire, og komst svo suður að Zambese. Gi-
raud segir ástandið í þeim löndum, er hann fór um, mjög
óskemmtilegt; þó náttúran sé auðug, þá eru Svertingjar
svo latir og hirðulausir, að þeir lifa í mestu örbyrgð. I
þorpunmn eru hvergi fleiri en 100 kofar og engin stjórn, er
því nafni sé nefnandi. Svertingjar plægja jörðina í desem-
ber, sá í janúar og uppskera í júní; eptir þrjá mánuði eru
þeir búnir að eta upp allt kornið, og lifa þann tíma, sem
eptir er, á soðnum blöðum, gorkúlnm, rótum og villflugna-
hunangi; þá drepast menn hrönnum saman af hungri. þar
gengur ekki á öðru en ránum og gripdeildum, bardögum og
mansali.
Frá þýzkalandi var gerður út leiðangur til þess að rann-
17*