Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 139
871
Ilayden's. Bannsóknunum er prvðilega niður skipað og fyrir-
komulagið allt sem bezt má verða. Fyrst var byrjað á því,
að gera almennan landsuppdrátt af Bandaríkjunum með
ýmsum litum eptir jarðmyndunum, til þess að fá yfirlit yfir
það, sem búið var að gera, og farið að gefa út stóra bók,
yfirlit yfir jarðfræði Bandaríkjanna; síðan var stofnað jarð-
fræðis-bókasafn, og yfir-bókavörðurinn starfar að því, að
semja skrá yfir allar bækur og ritgjörðir, útlendar og inn-
lendar, er snerta jarðfræði Bandaríkjanna. Til þess, að hinar
eiginlegu jarðfræðis-rannsóknir geti orðið að sem mestum
notum, er öllum jarðfræðingahópnum skipt niður í 6 deildir,
og í deildirnar raðað niður eptir sérstakri þekkingu hvers
eins á vissri grein jarðfræðinnar. Fyrsta deildin, undir for-
ustu próf. Chamberlin’s, skoðar ísaldarleifarnar og árburðinn
fram með Missisippi; önnur deildin, undir forustu C. E.
Duttons, rannsakar eldfjallamyndanir ; þriðja deildin skoðar
frumlögin (archæisku myndanirnar) austan til í Bandaríkj-
unum suður að Georgíu, þar er próf. Ptinqxdly foringi; fjórða
deidin skoðar frumlcgin kring um vötnin stóru; þar ræður
próf. B. C. Irving fyrir; fimmta deildin, undir forustu G. K.
Gilbert’s, á að skoða jarðmyndanir Alleghany-fjalla, og sjötta
deildin, uudir forustu A.Hague's, rannsakar hveramyndanirn-
ar við Jellowstone-fljótið. Auk þess eru 3 undirdeildir, er
fást við »praktiska» jarðfræði; hin 1. undir stjórn G. F.
Becker's, skoðar kvikasilfurnámurnar í Kalifornfu; önnur,
undir forustu S. F. Emons, skoðar námurnar í Colóradó, og
hin þriðja, er B. Willis ræður fyrir, rannsakar surtarbrands-
og mókolalögin ofan til við Missisippi. Seinna á að fjölga
jarðfræðingunum og deildunum, þegar undirbúningsvinnan er
búin. Margar stofnanir standa í nánu sambandi við jarð-
fræðisrannsóknirnar og styrkja þær ; eru stofnanir þessar líka
kostaðar af almannafé. »Kemiskt laboratoriuma, undir for-
ustu F. W. Clarke's, skoðar efni steina og málma, og gerir
margar rannsóknir, er snerta eðli þeirra og notkun. Fiinm
sérstakar stofnanir með fjöldamörgum vísindamönnum fást
við að rannsaka steingjörvinga þá, er finnast f jarðlögunum.