Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 40
172
einmitt mest komið undir nákvæmninni. Eitt orð, sem
skakkt er, getur gjört hinn mesta rugling; auk þess
sem menn aldrei geta reitt sig á útgáfur, sem eru ó-
vandlega gefnar út; menn geta við hvað eina ímynd-
að sjer, að þetta kunni að vera rangt; eins og hitt.
Utgáfur dr. Vilhjálms eru framúrskarandi nákvæmar,
enda hefur þeim verið tekið með miklu lofi af vísinda-
mönnum. Konráð Maurer, sem er manna vandastur
að útgáfum, ritaði ritdóm1 um Staðarhólsbók, og lýk-
ur hann mesta lofsorði á útgáfuna, og alveg eins er
um Gustaf Storm í ritdómi2 hans um sömu bók. Jeg
hef borið útgáfurnar saman við handritin á ýmsum
stöðum, og er það sannast að segja, að hvað vandlega
sem jeg hef leitað, þá hef jeg hvergi fundið villu,
eigi svo mikið sem að einn stafur hafi verið skakkur;
þannig er t. a. m. það, sem upp hefur verið leyst úr
böndum, aldrei prentað öðruvísi en með skáletri,
eða að þeir stafir, sem standa í handritinu, aldrei
öðruvísi prentaðir en með beinu letri. En hvílíka ná-
kvæmni þarf eigi til þessa! En þegar svo mikil ná-
kvæmni er höfð, þá geta menn lika reitt sig á út-
gáfurnar, og þær jafnvel alveg komið í stað hand-
ritanna.
|>á er enn eptir að minnast á orðasafnið, eru þar
skýringar á dönsku yfir lagamál Grágásar, og tekin
þau orð, er þýðingu hafa í lögunum. Orðasafn þetta
er eigi meira en 134 blaðsíður, en mikill fróðleik-
ur er í því geymdur. Jeg ætla eigi að fara mörgum
orðum um það, en finnst rjettast að gefa mönnum dá-
lítið sýnishorn af því, til þess að hver og einn geti
sjeð, hvernig það muni vera. Jeg tek orðið lögsögu-
maður sem dæmi og sný skýringunum á íslenzku:
1) Germania XXV (1880).
2) Nordisk Tidskrift, utg. af Letterstedtska Föreningen 1880.