Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 18
150
ráðið, að Brynjólfur biskup hafi fengið hana eptir
Ragnheiði móður sina, og áður hafi átt hana Páll Jóns-
son á Staðarhóli, faðir hennar, og þar áður faðir hans
Jón Magnússon á Svalbarði, er hafi fengið bókina hjá
ísleifi Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði, og áður hafi
átt hana þorsteinn Finnbogason i Hafrafellstungu,
sýslumaður í f>ingeyjarþingi (ý 1553), „og líklega á
undan honum faðir hans, Finnbogi hinn gamli lögmað-
ur í Ási i Kelduhverfi, hinn mesti lögfræðingur á ís-
landi um sína daga (lögmaður norðan og vestan 1484
—1511)“. Hjer er misgáningur hjá Jóni Sigurðssyni.
Fáðir forsteins var eigi Finnbogi hinn gamli i Ási í
Kelduhverfi, heldur Finnbogi lögmaður (norðan og
vestan 1484—1508), eins og Jón segir sjálfur annars-
staðar1, en móðir Finnboga lögmanns var J>órunn dóttir
Finnboga hins gamla í Ási í Kelduhverfi, er var sýslu-
maður i pingeyjarþingi á fyrri hluta 15. aldar, og frá
honum er auðvitað vel mögulegt, að bókin sje komin.
Eigendur Konungsbókar hafa því verið miklir höfð-
ingjar og lagamenn. Finnbogi lögmaður var kallaður
hinn Mariulausi, líklega í mótsetningu við föður
sinn, Jón prest Pálsson á Grenjaðarstað, er kallaður var
Maríuskáld, af því að hann orti Mariulykil og fleiri
lofkvæði um Maríu mey; var Finnbogi hinn mesti laga-
maður, en var orðlagður fyrir lagakróka og ásælni.
Um porstein, son hans, og handritið er þetta ritað á
Konungsbók:
þorsteinn Finnbogason á mik,
vel máttu sjá mik
upp máttu taka mik,
ekki mun þat saka þik,
en ef þú stelur mjer,
þat launar fjandinn þjer.
1) Safn til sögu ísl. II. bls. 93—95.