Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 21
153
biskups, Jónsbók, Kristinna laga þáttur úr Grágás,
og ýmsar smágreinir úr Festaþætti, Erfðaþætti,
þættinum um fjárleigur o. s. frv., og eru þær hjer
prentaðar. Seinni hlutinn er ritaður rjett eptir
1400, og eru þar ýms kirkjulög. Árni fjekk bók
þessa hjá Jóni presti í Belgsdal, og því er bókin
kölluð Belgsdalsbók.
Árið 1879 kom útgáfan af Staðarhólsbók. Hún
er annað mest handrit1 * af Grágás (123/4 þuml. að lengd
og 9Y4 að breidd) í safni Árna Magnússonar (AM. 334
fo!.). Hún er í 2 blaða broti, og hefur verið engu
síður falleg en Konungsbók, en með hana hetur verið
farið heldur ver en Konungsbók, og því er hún orðin
bæði nokkuð blakkari og blöðin sum jafnvel úfin eða
loðin. Upphaflega hefur hún verið með breiðum
spássium, og verið skrifað utan máls einstöku merki
eða athugaorð. |>egar Árni fjekk bókina, hafði ver-
ið skorið utan af henni, og hafa þá sum þessi athuga-
orð skorizt burtu ; bókin var þá í ljelegu bandi og
ber trjespjöld utan um, en síðan hefur hún verið sett
í alskinn, og stendur þetta með gyltu letri á kilinum:
„Den islandske Lov Graagaasen“. Sjálft skinnið er
orðið nokkuð skaddað og dottin smágöt á hjer og
hvar; þannig er nokkuð stórt gat á 3. blaðinu; en í
heild sinni má hún þó kallast í bærilegu standi. Á
fyrstu blaðsíðunni í handritinu hefur verið skrifaður
svo nefndur Dómakapítuli, sem eigi heyrir Grágás til,
heldur er úr Járnsíðu; á 2. blaðsíðunni byrjar Grágás
og endar á 183. blaðsíðu. Hinu megin á blaðinu (184.
bls.) byrjar handritið af Járnsíðu, og er henni haldið
áfram til 215. bls.; þar endar handritið, og er auð
seinasta blaðsíðan. Kristinna laga þáttur er fyrstur(i.
—55. kap. á 2.—22. bls. i skinnbókinni), og eru tíund-
1) sbr. ritgj. framan við Staðarhólsbók 1879, Grágás 1883 bls.
XL—XLI, Graagaas bls. 2—5, ísl. fornbrjefasafa bls. 86—88.