Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 101
233
þar á móti ekki. Miljónir miljóna af blóðkornum, hlöðn-
um súrefni, komast þannig með blóðstraumunum úr
lungunum inn í vinstra helming hjartans; hjartað dregst
saman og hrindir blóðinu út i hina miklu slagæð
(aorta), og úr henni kvíslast það í hinar mörgu slag-
æðar, sem svo enda allar í hinum óteljandi háræðum,
sem eru hjer um bil hvervetna í likamanum. Meðan
stendur á hinni hægu ferð blóðsins gegn um háræð-
arnar, gefa hin rauðu blóðkorn frá sjer súrefnið aptur
út í vefina allt um kring; eptir það berast blóðkornin
með blóðstraumnum inn í greinar blóðæðanna (venae).
Blóð þetta hefir nú misst mikið af súrefninu, og safn-
ast það saman í hinar stærri blóðæðar, og berst með
þeim í hinn hægra heiming hjartans og þaðan til
lungnanna. Hjer byrjar starfi þess á ný, að taka við
súrefninu til þess, að flytja það út í líkamann, og á
þenna hátt heldur hringferð þess stöðugt áfram, dag
og nótt, ár eptir ár, til lífsins enda, og eptir því, sem
hin gömlu blóðkorn eyðast og slitna smátt og smátt,
þá bætast þau upp á þann hátt, að önnur ný og full-
komnari koma í þeirra stað, sem haldið er að sje hin
hvítu blóðkorn, sem hafi að líkindum ummyndazt í
miltinu.
pannig eiga hin rauðu blóðkorn að sjá um, að
súrefnið vanti hvergi í líkamann. En hvernig geta
þessi litlu og óálitlegu smákorn leyst þetta ætlunar-
verk sitt svo vel af hendi, að þau ekki einungis taki
á móti hinum mikla forða af súrefni í lungunum, held-
ur einnig hleypi því út í vefina á þeim stöðum, sem
líkaminn þarf þeirramest við?
þ>etta á sjer stað á þann hátt, að aðalefni það,
sem er í blóðkornunum, og sem hinn rauði litur þeirra
er kominn af, sækist mjög eptir að samlagast súrefni.
Efni þetta heitir „hæmoglobín11 á máli efnafræðing-
anna. J>egar það sameinast súrefniuu, myndast efna^