Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 92
224
fornsögum vorum kemur opt fram, hversu menn höfðu
miklar mætur á, og báru mikla virðingu fyrir löggjaf-
arvaldinu, og nægir hjer eingöngu að nefna orðin í
G-unnlaugs sögu ormstungu, þar sem talað er um lög-
in um að aftaka hólmgöngur: „Var þat gjört at ráði
allra vitrustu manna, er við voru staddir, en þar voru
allir, þeir er vitrastir voru á landinu“. Er þetta eigi
rangmæli. í lögrjettu sat mesta mannval af landinu;
þar sat lögsögumaður og 39 goðar ásamt 9 tilteknum
mönnum á miðbekk, og eptir að biskupsstólar voru
settir á landinu, áttu þar og sæti báðir biskuparnir.
þ>essir einir höfðu atkvæði; en sem ráðgefandi og styðj-
andi hina 48 aðallögrjettumenn sitja 96 umráðamenn
á innsta og yzta bekk, og hafa þessir menn vafalaust
verið hinir fróðustu og vitrustu af valdalausum mönn-
um á landinu; því að hver myndi velja sjertil umráða
heimska menn og fáfróða? J>að vita menn með vissu
að valdalausir menn höfðu stundum mikil áhrif á laga-
setningu og landsstjórn. Eigi er Njáll goði, og þó er
hann talinn frumkvöðull til fimmtardómslaga; og eigi
var Einar f>veræingur goði og þó ræður hann mestu
um svör landsmanna, er Olafur hinn helgi sendi þ>ór-
arinn Nefjúlfsson til alþingis 1024 lil þess að biðja um
Grímsey.
Meiri hluti þeirra manna, er setu áttu í lögrjettu
og stýrðu löggjöf landsins, sitja æfilangt að völdum;
þess vegna hafa þeir hlotið að vera fastheldnir við
lögin; það er engin ástæða fyrir þá til þess sífeldlega
að vera að breyta stefnu sinni, og það eru engin lík-
indi til þess, að þeir hafi fylgt þessu f dag, en gagn-
stæðu á morgun. pað eru einnig ákvæði í lögunum,
sem eru þessu til fyrirstöðu, en þar eru lika ákvæði til
tryggingar fyrir því, að menn hafi rjetta skoðun og
haldi svo fast við hana. Menn eiga að íhuga málið í
lögrjettu, og ef nokkur mikill munur er á skoðunum