Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 36
168
íslenzka textanum, en síðan var textinn prentaður ein-
göngu, og útleggingin látin bíða; hún var fullprentuð
vorið 1870, og er i tveim bindum* 1. Var eptirmáli með
útleggingunni um Grágás og handrit af henní.
í>á er Staðarhólsbók kom út, var framan við hana
löng ritgjörð og mjög fróðleg. Var í henni hin ná-
kvæmasta lýsing af handritinu, talað um nafnið Grá-
gás, uppruna hennar o. s. frv. f>á er Grágás kom út
í fyrra, var einnig löng ritgjörð framan við hana, og
var þar talað um handritin, sem þar voru prentuð, og
sagt, að hverju leyti þau eru frábrugðin Staðarhólsbók
og Konungsbók, og rannsakað, hvort þau mundu vera
runnin frá sjálfstæðum handritum, ólikum Konungsbók
og Staðarhólsbók; enn fremur var skýrt frá rannsókn-
um bæði í prentuðum og óprentuðum ritum um, hvort
af þeim mætti ráða, að handrit af Grágás hefðu farizt
á seinni öldum, talað um nafnið Grágás, hin fornu lög
°g uppruna þeirra. f>á var þar enn skrá yfir hand-
ritin og stutt lýsing á þeim, registur yfir alla kapítula
og fyrirsagnir í handritunum, efnisyfirlit, þar sem vís-
að er til, hvar sams konar sje í öðrum handritum, skrá
yfir þá staði, þar sem greinar eru eigi ritaðar allar,
heldur að eins upphaf og endir, og menn verða að
ætla, að vísað sje í önnur handrit, skrá yfir þá staði,
sem merkt er við að sjeu nýmæli, registur yfir staði
og nöfn, sem fyrir koma í handritunum; þá er orða-
safn með nákvæmum skýringum og miklar tilvísanir í
Grágás; þá er enn registur til þess að hægra sje að
finna hvað sem vera skal í orðasafninu, leiðrjettingar
1) Grágás. Islændernes Lovbog i Fristatens Tid, udgivet efter
det kongelige Biblioteks Haandskrift og oversat af Vilhjálmur
Finsen for det nordiske Litteratur-Samfund. Kjöbenhavn. Trykt
i Brödrene Berlings Bogtrykkeri 1870. Tredje Del, Oversættelse
I. 248. bls. Fjerde Del. Oversættelse II. Efterskrift, 228. bls.