Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 99
231
Krain i Austurríki, og er sjónlaust, hefir svo stór blóð-
korn, að þeir, sem hafa góða sjón, sjá þau með ber-
um augum, og eru þau að sjá eins og gulrauðir og
gljáandi punktar.
Hvert er nú hið markverðasta ætlunarverk þessara
rauðu blóðkorna, og á hvern hátt geta þau stutt að
því, að gera blóðið að hinum rjetta lífsvökva?
Svarið er í stuttu máli þetta.
þ>au taka á móti súrefni (oxygenium) úr loptinu,
sem lungun draga að sjer, svo súrefnið getur á þenna
hátt borizt með blóðstraumnum til allra hluta lík-
amans.
Andrúmsloptið, sem vjer öndum að oss, er sam-
bland einkum af tveimur lopttegundum: súrefni (oxy-
genium) og köfnunarefni (nitrogenium), og er súrefnið
einkanlega mjög mikils virði fyrir lífið. Hinar mörgu
efnabreytingar, sem fara fram í líkama vorum, má yfir
höfuð skoða eins og fram komnar af bruna þeim, er
súrefnið veldur í líkama vorum, þótt vjer getum ekki
sjeð hann með augunum. Bruni þessi fram leiðir hita
þann, sem er í sjerhverri lifandi skepnu, með þeim
hætti, að súrefnið sameinast hinum ýmsu líkamspört-
um, á sama hátt eins og bruni (hiti og ljós) fram kem-
ur í brennandi hlutum, þegar súrefnið samlagast þeim.
Bruni sá eða sýringur, er fram kemur í lifandi skepn-
um, sem ekki getur fram komið án verkana súrefnis-
ins, er alveg nauðsynlegur fyrir lífið, og eptir þvi sem
menn þekkja nú til, er hann skilyrðið fyrir öllum
hreyfingum líkamans, og eins öllu því, er vottar um
líf. í þeim mönnum, sem byggja tempruðu beltin,
er blóðið lítið eitt kaldara, en í þeim sem byggja
hitabeltið og kuldabeltin. pegar blóðhitinn verður
minni en -J- 370 á Celsius, linast bæði vöðvar og taug-
ar, en verði blóðið heitara en -þ 400 á C., orsakar það
dauða. Hið mátulega hitastig blóðsins er -J- 37V20 C,