Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 113
245
blóði þurfa minna á súrefni að halda, vegna þess, hve
efnabreytingin er seinfær. Froskur sá, er þannig hef-
ir salt vatn í æðunum, lifir lengur en sá, sem að eins
er látið blæða út; en sje hreinsuðu vatni spýtt inn í æð-
ar hans i stað saltvatnsins, deyr hann nálega þegar í
stað og fyr en af sjálfri blóðrásinni. þ>etta er af því,
að hreinsaða vatnið dregur í sig salt úr vefjunum, og
tekur sjer bólfestu í stað þess; við það bólgna vöðv-
arnir upp og missa festu sína og þá lögun, sem er
nauðsynleg fyrir lífið, taugarnar linast, vöðvarnir geta
ekki lengur unnið það, sem þeir eiga að vinna, og
dýrið deyr. þ>ýðing saltsins fyrir líkamann er því fólg-
in í því að mestu leyti, að það gefur vöðvunum
hina náttúrlegu festu og aðra eiginlegleika, sem
eru nauðsynleg skilyrði fyrir lífsverkunum hvers
liffæris; lífið er því ómögulegt án saltsins, og ef salt-
laust blóð væri til, þá væri það ekki lífgandi, heldur
drepandi vökvi.
Vjer höfum nú skoðað nokkra hina merkustu
hluti blóðsins, og vjer höfum sjeð, hvernig þeir allir,
hver á sinn hátt, styðja að því, að gera blóðið að
rjettum lífsvökva. Rannsókn þessi á blóðinu er þó
að eins gerð frá líffræðislegu og efnafræðislegu
sjónarmiði, og þess vegna er augljóst, að margs muni
vera ógetið, væri það skoðað frá fleiri hliðum. En hið
litla, sem hjer hefir verið tekið fram, getur þó sýnt,
að jafnvel eins algengt efni og blóðið getur borið
vott um þá speki og hagkvæma niðurröðun, er lýsir
sjer alstaðar í náttúrunni, eins í hinu smæsta sem
hinu stærsta.
(Ejálmar Sigurðsson hefir þýtt, að mestu eptir „Skildringer
af Naturvidenskaherne for Alleu).