Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 57
189
Hákonar lögbókar, er saman var skrifuð Anno D.i
1271 og fyrir lög hélzt in til A.o 1281, þar til Jóns-
bók útkom“. Bókmenntafjelagið á pappírshandrit (Nr.
72, 4to) ritað um 1680 eptir Staðarhólsbók ; er fremsti
hlutinn og seinasti ritaður með hendi Magnúsar Magn-
ússonar sýslumanns í ísafjarðarsýslu. Aptan við lögin
hefur hann ritað nokkrar vísur um Vígslóða og eina
um sjálfa Grágás; í vísunni kemur ljóslega fram hin
almenna skoðun á uppruna Grágásar; segir hann:
„Grágás tést oss grandlaus,
so gellan þeir fá skell,
sem þrjóskast með þrátt brask
og þjóta henni á mót;
sektum lykur sú hlökk
sóma rúin lands hjú,
hjá Ólafi kongi algeng
uppfóstraðist við hans brjóst“.
Jafnvel hinir lærðustu menn um þessar mundir höfðu
hina sömu skoðun, t. a. m. Brynjólfur biskup; því að
eptir brjefum til Vilhjálms Langes bókavarðar hefur
hann ætlað, að Ólafur helgi hafi gefið lögin, sem eru i
Konungsbók. Annars eru skoðanir manna mjög á reiki,
eins og vonlegt er. Bárður Gíslason heldur þannig í
ritgjörðinni um Jónsbók, er hann ritaði 16651, að ís-
lendingar hafi sett lög sin eptir því, sem lög í Noregi
hafi verið; segir hann þannig: „Nær kristni kom hér
á land, drógu þeir hér lög sin af norskum lögum“, og
um Grágás segir hann svo: „En nær Magnús kon-
úngr Ólafsson hinn góði lét skrifa þau lög, sem faðir
hans Ólafr konungr hóf, hverja lögbók þeir kölluðu
Grágás eða Gráfyglu, löguðu íslenzkir sín lög þar
eptir“, Hinn lærði sagnfræðingur J>ormóður Torfason
hefur sömu skoðun, og heldur, að hin íslenzku lög sje
1) í safni Árna Magnússonar (A. M. 215 A 4to).