Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 60
192
IV.
Eins og fyr er ritað, hefur spurningin um laga-
setninguna mjög mikla þýðingu fyrir skoðun manna á
handritunum, og skal hjer því talað um hana.
f>á er talað er um lagsetninguna1, verður fyrst
að minnast á löggjafarvaldið og skipun þess. Lög-
gjafarvaldið var hjá lögrjettunni. — Lögrjetta var
nefndur staðurinn, þar sem lögrjettumennn áttu setu2.
f>ar voru 3 bekkir eða pallar, og var einn pallurinn
innst, annar í miðið og þriðji yztur. Eptir því sem
Sigurður málari Guðmundsson ætlar, hefur lögrjettan
verið niðri á völlunum við 0xará, en alls eigi á Lög-
bergi, eins og sumir hafa ætlað, og pallarnir verið í
hring, en eigi í ferhyrning, og dálítið hlaðið undir þá;
segir hann, að enn þá votti fyrir þessari upphækkun,
og eptir henni hafi lögrjettan verið 15 álnir að þver-
máli3. En lögrjetta eru og kallaðir hinir löggefandi
menn á alþingi eða lögrjettumennirnir, er setu áttu í
lögrjettunni4; á miðpalli sátu 12 menn úr fjórðungi
hverjuui, — allir goðar á landinu, er áttu full goðorð og
forn, og voru það 12 goðar úr Norðlendingafjórðungi
og g úr hverjum hinna fjórðunganna, en þessir 9 áttu að
hafa með sjer 1 mann úr hverju þingi hinu forna, er
voru 3 í hverjum fjórðungi, „svá at þó eigniz xii menn
lögrjettu setu úr fjórðungi hverjum“. Lögrjettumenn
á miðpalli voru því fernar tylftir eða 48 menn. Enn
fremur átti sæti á miðpalli lögsögumaðurinn og bisk-
uparnir á Hólum og í Skálholti. Hver hinna 48 lög-
rjettumanna á miðpalli áttu að taka sjer til umráða 2
rnenn, er annar þeirra sæti á pallinum fyrir framan
1) Sjá um þetta Aarböger for nord. Oldk. 1873, bls. 146 o. flg.,
og orðasafn í Grágás 1883.
2) Konungsbók I. bls. 77, 211.
3) Alþingisstaður hinn forni bls. 41—42.
4) Konungsbók I. bls. 211, 212.