Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 34
166
1. Skinnblað1 í safni Árna Magnússonar (A. M. 315
fol. Litr. A) í stóru 2 blaða broti; það er úr bók,
sem hefir verið rituð eptir Konungsbók um 1320, og
eru á þvi seinni parturinn af 95. kap. í Vígslóðatil
miðs 103. kap.
2. Skinnblað2 í safni Árna Magnússonar (A.M. 173 D,
4to) í 4. blaða broti úr Kristinna laga þætti, er
sýnist vera ritað eptir Belgsdalsbók um 1420; í
sama númeri eru ýms blöð úr ýmsum handritum
af Jónsbók og Kristinrjetti Árna biskups, er farið
hefur verið mjög illa með, höfð utan um kver, eins
og fleiri.
3. Skinnbók3 í safni Árna Magnússonar (A. M. 624,
4to) í litlu 4. blaða broti; bókin er mjög þykk og
með berum eikarspjöldum; í henni eru guðfræðis-
ritgjörðir og ræður og ýmislegt annað, og þar á
meðal grein, sem er eins og 245. kap. í Konungs-
bók : „Frá silfurgang11; hún er rituð með settletri
um 1490.
4. Skinnastaðabók4 * er skinnbók í safni Árna Magn-
ússonar (A. M. 136, 4to) í 4 blaða broti, rituð um
1480; íhenni erjónsbók, Kristinnrjettur Árna bisk-
ups, rjettarbætur og statútur, og enn fremur grein,
sem prentuð er, og svarar til 247. kap. Frá rjetti
Noregskonungs á íslandi, og 248. kap. Um rjett ís-
lendinga í Noregi í Konungsbók.
5. Pappirshandritið í safni Árna Magnússonar (A. M.
125 A, 4to) í grallarabrotinu, sem áður er um get-
1) Graagaas bls. 8. Grágás 1883 bls. XLIII.
2) Grágás 1883, bls. XLIV—XLV.
3) ísl. fbrnbrjefasafn I. bls. 237—240. Graagaas bls. 8. Grágás
1883 bls. XLV.
4) ísl. fornbrjefasafn, bls. 67—68. Graagaas bls. 7—8, Grágás
1883, bls. XLV.