Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 41
173
Lögsögurnaður. Lögsögumaðurinn var hinn æðsti
og helzti embættismaður í hinu islenzka þjóðveldi;
hann var kosinn af lögrjettunni til 3 ára, I a1 208,210.
Starfi hans var: 1. að segja upp mönnum á alþingi
hin gildandi lög í nærveru lögrjettumanna, er með þvi
bæði höfðu umsjón með og veittu samþykki sitt
til uppsögu hans; meðan lögin voru enn eigi rituð,
studdi þessi uppsaga á lögunum mjög að því, að þau
gátu geymzt í minni manna og áhuginn fyrir þeim
glæddist. Ár hvert átti lögsögumaðurinn að segja upp
þingsköpin í byrjun þings; þau snerta einkum reglur
um málfærslu, er þannig rifjuðust upp fyrir mönnum,
áður en málsóknirnar hófust á þingi; hina aðra laga-
þætti átti hann að segja upp á 3 árum. Að líkindum
hefur lögsögumaðurinn haft frjálsar hendur við að safna
lögunum og raða þeim niður, skipta og skipa í þætti,
sjá pátt; annars þótti mjög miklu skipta, að uppsagan
væri nákvæm, og skorti lögsögumenn kunnáttu, átti
hann að halda mót á undan við 5 lagamenn, er hann
helzt getur lært af; af þessar kröfu um nákvæmni má
ráða, að það, sem upp var sagt, var lög, fastsett og
ákveðin lagafyrirmæli, sbr. AnO2 1873 bls. 208—211,
I a, 37, 208, 209, 210, 216, 217; sjá lögberg. — 2. að
segja upp á lögbergi nýmæli og sýknuleyfi, er lög-
rjettan hafði samþykkt o. s. frv., sjá lögberg. — 3. að
segja öllum þeim, er hann spyrja, hvort sem það er
á alþingi eða heima, hvernig lögin sjeu, en eigi var
hann skyldur að gefa mönnum frekari ráð í málum
þeirra, I a, 216; (orðin í Ib3, 76: „segja mönnum lög
til“, kunna að eiga við þessa skyldu lögsögumannsins,
1) I a merkir Konungsbók. Fyrri deild.
2) Aarbögcr for nordisk Oldkyndighed, þar sem er ritgjörð dr.
Yilhjálms um hin islenzku lög á þjóðveldistímanum.
3) Ib er síðari deild Konungsbókar.