Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 41

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 41
173 Lögsögurnaður. Lögsögumaðurinn var hinn æðsti og helzti embættismaður í hinu islenzka þjóðveldi; hann var kosinn af lögrjettunni til 3 ára, I a1 208,210. Starfi hans var: 1. að segja upp mönnum á alþingi hin gildandi lög í nærveru lögrjettumanna, er með þvi bæði höfðu umsjón með og veittu samþykki sitt til uppsögu hans; meðan lögin voru enn eigi rituð, studdi þessi uppsaga á lögunum mjög að því, að þau gátu geymzt í minni manna og áhuginn fyrir þeim glæddist. Ár hvert átti lögsögumaðurinn að segja upp þingsköpin í byrjun þings; þau snerta einkum reglur um málfærslu, er þannig rifjuðust upp fyrir mönnum, áður en málsóknirnar hófust á þingi; hina aðra laga- þætti átti hann að segja upp á 3 árum. Að líkindum hefur lögsögumaðurinn haft frjálsar hendur við að safna lögunum og raða þeim niður, skipta og skipa í þætti, sjá pátt; annars þótti mjög miklu skipta, að uppsagan væri nákvæm, og skorti lögsögumenn kunnáttu, átti hann að halda mót á undan við 5 lagamenn, er hann helzt getur lært af; af þessar kröfu um nákvæmni má ráða, að það, sem upp var sagt, var lög, fastsett og ákveðin lagafyrirmæli, sbr. AnO2 1873 bls. 208—211, I a, 37, 208, 209, 210, 216, 217; sjá lögberg. — 2. að segja upp á lögbergi nýmæli og sýknuleyfi, er lög- rjettan hafði samþykkt o. s. frv., sjá lögberg. — 3. að segja öllum þeim, er hann spyrja, hvort sem það er á alþingi eða heima, hvernig lögin sjeu, en eigi var hann skyldur að gefa mönnum frekari ráð í málum þeirra, I a, 216; (orðin í Ib3, 76: „segja mönnum lög til“, kunna að eiga við þessa skyldu lögsögumannsins, 1) I a merkir Konungsbók. Fyrri deild. 2) Aarbögcr for nordisk Oldkyndighed, þar sem er ritgjörð dr. Yilhjálms um hin islenzku lög á þjóðveldistímanum. 3) Ib er síðari deild Konungsbókar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.