Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 91
223
ósvást úti. En ef nokkurir lögréttumenn hafa eigi
tóm til þess, þá skulu þeir menn ii heyra á uppsögu,
fyrir hvern þeirra, er til þess eru teknir af þeim at
sitja á pöllum 1 lögréttu. Nú er at hvárugi gaumr
gefinn, þá megu eigi standaz þeirra lögréttu manna
orð, er svá skipa, á sama sumri, þar er um þat lög-
mál er þrætt, er þá var upp sagt, enda varðar iii
marka útlegð, ok eigu aðrir lögréttumenn sök þá, ok
skal stefna at lögbergi, ok kveðja til heimilis búa fimm,
þess er sóttr er“. Lögrjettumenn á miðpalli eiga ept-
ir þessu ávallt að vera viðstaddir, og ef þeim er það
eigi mögulegt, þá eiga þeir að minnsta kosti að senda
umráðamenn sína, til þess að vera við uppsöguna; ef
menn allir eru á eitt sáttir, að nýmælin sje vond, þá
verður það blátt áfram þegjandi, að lögsögumaður
sleppir þeim og enginn hirðir um að minna hann á,
og þá eru nýmælin úr lagagildi. Af orðum Eysteins
erkibiskups í brjefi hans 1179 til þ>orláks biskups er
eins og hann hafi heyrt einhvern ávæning af því, að
íslendingum mundi eigi vera svo mjög móti skapi að
samþykkja boðorð hans, en þeir hafi hugsað sjer að fella
þau úr lögum aptur á þennan hátt, þar sem hann
segir, að hann vilji að boðorð þau, er hann miðli þeim
og sem páfinn hafi tekið af heilagra manna setning-
um, og hann sjálfur af páfa, „taki með yður eilífa nyt
og gæzlu, en eigi þriggja vetra einna, sem ek spyrr
at sumir færi í orð og ætlun“x.
Nú höfum vjer þá sjeð, hversu löggjafarvaldinu
var skipað, hversu greiður aðgangur hefur verið til
þess að fá ný lög sett, og hversu ljett var að losast
aptur við lög, sem enga þýðingu hafa, en miklar
tryggingar fyrir því, að góð lög hjeldi gildi sínu. í
1) ísl. fornbrjefasafn I, bls. 200.