Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 46
178
kölluð voru í þann tima nýju lög“. Á eptir greinun-
um úr Járnsíðu koma greinarnar úr Grágás, og er þar
þessi fyrirsögn: „Nokkrar fáar greinir úr þeirri fyrri
lögbók, sem sumir kalla Grágás“. Aptar í handritinu
stendur enn fremur: „Item i Kristinn rjetti Grágásar11,
„nokkrar greinir úr síðasta bálki Grágásar“, „þessi
eru bálkanöfn Grágásar“. J>að er auðsjeð á orðum
þessa manns, er hann segir að sumir kalli lögbókina
Grágás, að þetta nafn hefur eigi verið algengt þá; en úr
því aðkemurfram á 17. öld, fer það að verða mjög títt.
Magnús prestur Olafsson í Laufási (■{• i63Ó)ritaði bók,
er heitir Specimen lexici runici, og sem kom á prent
í Kaupmannahöfn 1650; í þessari bók nefnir hann
Grágás optlega; en hann nefnir hana einnig Gráfugl.
Ymsum mönnum þótti nafnið Grágás ljótt og breyttu
því, og kölluðu hana Gráfugl, Gráfuglsbók, Gráfyglu,
sem hefur sömu þýðingu; þannig er pappírshandrit á
háskólabókasafninu ritað um miðja 17. öld (M. Steph. 9.
4to), þar sem hún er kölluð bæði Grágás og Gráfugls-
bók. Björn Jónsson á Skarðsá (þ 1665) vfsar opt í
Grágás. Konráð Maurer nefnir1 rit hans „Fornyrði
lögbókar“, (o: Jónsbókar), sem hann ritaði á árunum
1620—1630. ]?ar er nafnið á reiki; því að Björn nefn-
ir hana opt „gömul lög vor“, „þau gömlu lög“, eða
þá Grágás, Gráfugl, Gráfyglu, Gráfuglsbók. f»á er
Brynjólfur biskup sendi Friðriki III. Konungsbók,
ritaði hann brjef með (dagsett 10. júlí 1656) til Vil-
hjálms Langes, bókavarðar konungs; í brjefi þessu
segir Brynjólfur biskup: Mitto tertium itidem mem-
braneum codicem legum priscarum, quas rex Olafus
cognomine sanctus nobis quondam dedisse dicitur
qui codex Graagaas, h. e. anser, vulgo appellatur
(þ. e. Jeg sendi sömuleiðis hina þriðju skinnbók með
1) Glraagaas bls. 95.