Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 16
148
ætlar og, að hún sje rituð um miðja 13. öld1 2.
Vilhjálmur Finsen er þar á sama máli*. Konr.
Maurer og Jón þorkelsson telja hana ritaða á
árunum 1258—12623. Guðbrandur Vigfússon telur
hana ritaða á árunum 1230—12404. f>að eru þvi eins
og sjá má flestir hinna beztu og frægustu fornfræð-
inga, sem hafa rannsakað aldur Konungsbókar, og má
nú telja óefað, að Konungsbók sje rituð áður en land-
ið komst undir konung, eða eigi síðar en 1262. Af
stafsetningu og orðmyndum má ráða mikið, en það er
eigi hægt að kveða á nákvæmlega frá hvaða ári ritið
sje, heldur verða menn að láta sjer nægja að segja
hjer um bil. Aptur á móti væri miklu hægra að fá
víst ár, ef menn geta leitt það af lögum, sem eru í
Konungsbók ; þvi að þá geta menn haft stuðning af
sögunni. Nú stendur svo á, að seinast i Vigslóða er
talað um þræl, er veitt sje frelsi, og segir þar, að
hann skuli taka hálfan rjett (o : hálfar bætur), ef hann
komi á jarls jörð, en fullan. ef hann komi á konungs
jörð5. Gissur J>orvaldsson fjekk jarlsnafn 1258, og
segir Konráð Maurer því, að þessi lög geti fyrst verið
rituð eptir þann tíma. Vilhjálmur Finsen skýrir6 þetta
aptur á móti svo, að grein þessi heyri eigi til islenzk-
um lögum, heldur sje hún innskotsgrein frá norskum
lögum. J>ví verður eigi neitað, að þetta sje mögulegt,
enda er það, eins og Vilhjálmur Finsen segir, mjög
1) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 74—75.
2) Ritgjörð fyrir framan Staðarhólsbók, bls. X, og Grágás 1883
bls. XXXVII.
3) Germania XV, 1870, bls. 1 o. fl., XXV 1880 bls. 235 o. flg,
Tímarit hins ísl. Bókmenntafjelags 1882 bls. 27.
4) Sturlunga 1878 Prolegomena CCXI.
5) Konungsbók I. kap. 112, bls. 192.
6) Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1873, bls.
239 ath.