Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 5
137
þetta hafi þeir lagað hvorttveggja í hendi sjer og skýrt
það. fetta hafi þá verið ritað í bók ásamt ýmsum
ritgjörðum, sem lögfræðingar hafi samið, fyrirskipunum,
er gjörðar hafi verið í einstökum hjeruðum eða sveit-
um á vorþingum eða hreppasamkomum, og skipunum,
er biskupar hafi sett1. fessari skoðun sinni hefur Kon-
ráð Maurer haldið fram í ýmsum seinni ritum2, nema
að þvf leyti, að hann er eigi fastur á, að í Grágássje
lögfræðislegar ritgjörðir, og svo hefur hann tekið það
fram, að hann heimfærði dómsvenjur undir venjur.
í riti sínu „Den islandske Familieret efter Grá-
gás“ hafði Vilhjálmur Finsen mótmælt Schlegel3, og nú
ritaði hann móti ritgjörð Konráðs Maurers; heitir rit-
gjörð hans „Om de islandske Love i Fristatstiden",
og kom á prent f Aarböger for nordisk Oldkyndig-
hed 1873. Dr. Vilhjálmur er ýmsu samþykkur í rit-
gjörð Konráðs Maurers, en algjörlega í móti þessum
skoðunum hans á Grágás og uppruna hennar; telur
hann, að Grágás í heild sinni megi skoðast sem lög-
bók, auðvitað eigi lögbók, er sje lögleidd, eins og hún
er, heldur sje þar safn af lögum, er hið íslenzka lög-
gjafarvald, lögrjettan, hafi sett, en einstakir menn síð-
an safnað saman; hefur Vilhjálmur Finsen ritað þar
mjög mikið um hin fornu lög, lagaþekkingu, venj-
ur, dóma, löggjafarvald, framkvæmdarvald o. s. frv.
Skoðun þessari hefur hann síðan haldið fram í ritgjörð-
1) Graagaas bls. 30—92.
2) Island von einer ersten Entdeckung bis zum Untergange
des Freistaates, Miinchen 1874; Udsigt over de nordgermanske
Retskilders Historie, Kristiania 1878; Zur neueren Litteratur
iiber nordische Fhilologie und Geschichte i (Termania XIX 1874;
og ritdómi um Staðarhólsbók i Germania XXY 1880.
3) Annaler for nord. Oldk. 1849, bls. 183 o. flg.