Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 44
1 76
um, hver handrit eru til, hverjar leifar eru enn til af
lögum vorum á þjóðveldistímanum, enn fremur hefur
verið talað um útgáfur dr. Vilhjálms af þeim. Á öllum
útgáfum sínum af handritunum hefur hann haft nafnið
Grágás. Á titilblaði Konungsbókar stendur: „Grá-
gás. Elzta lögbók íslendinga“. Nafninu Grágás hef-
ur hann einnig haldið bæði á Staðarhólsbók og brot-
unum, er komu út í fyrra (1883). petta nafn er hið
algenga, og var einnig haft á útgáfunni frá 1829. J»ar
er titillinn: „Hin forna lögbók íslendinga, sem nefnist
Grágás“. En ýmsir hafa mælt á móti því, að halda
þessu nafni. Dr. Konráð Maurer ritaði langa og mjög
nákvæma sögu nafnsins í ritgjörð sinni, Graagaas,
18641, og þykir honum þar nafnið eigi heppilegt, og
finnst rjettast að leggja það niður2, og á sömu skoð-
un er dr. G. Storm3.
petta Grágásarnafn á hinum fornu lögbókum
kemur hvergi fyrir í fornum ritum; og víst er það,
að meðan hin fornu lög voru í gfildi, var þetta nafn á
þeim allsendis óþekkt. voru þau einungis kölluð
„lög“ eða „íslenzk lög“, „lög vor“ eða „alls-
herjar 1 ög“, svo sem Mörður Gígja nefnir þau,
þegar hann er að kenna Unni, dóttur sinni, hvernig
hún skuli segja skilið við Rút4. f»etta er og mjög
eðlilegt, því að hin gildandi landslög breytast iðulega,
ein lagaákvæði eru felld úr og önnur sett í staðinn,
svo að sjerstakt nafn festist eigi við þau. Apt-
1) það sem hjer er ritað um sögu nafnsins, er að miklu leyti
tekið eptir rannsóknum Dr. Konráðs Maurers í þessari ritgjörð.
2) Sjá hjer um auk „Graagaas“ Island bls. 465, Udsigt over
de nordgermanske Ketskilders Historie bls. 79 og 82.
3) Nordisk Tidskrift útg. af Uetterstedtska Föreningen 1880
bls. 81.
4) Njáls saga 7. kap.