Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 107
239
enda má varna því langa stund frá því að storkna,
með því að kæla það. fannig hefir hrossablóði verið
haldið óstorknuðu í heilan sólarhring eða lengur, og
þá sjest, hvernig blóðið aðskilst í tvö lög. Hið efra
er gult og tært, en hið neðra er dökkrautt. Efra
lagið er blóðvökvinn, en neðra lagið blóðkornin; og
þessi einfalda tilraun sýnir þannig, að hið rauða
blóð er gulur vökvi, sem rauð smákorn sveima í. En
þessi einfalda tilraun getur líka sannfært oss um ann-
að mikilsvert atriði. fegar vjer tökum „plasma“ og
blóðkornin, og látum sitt i hvort ílát, og hitum svo
hvort þeirra fyrir sig þangað til, að þau eru jafnheit
blóðinu í líkama mannsins (hjer um bil 370 C.), þá
storknar „plasma“ og verður að föstu efni, en blóð-
kornin storkna alls ekki, eða mjög lítið, sem þá að
likindum er af því, að „plasma“ hefir ekki vel aðskil-
izt frá blóðkornunum. f>annig er með þessari einföldu
tilraun sýnt og sannað, að þegar blóðið storknar, er
það blóðvökvinn, en ekki blóðkornin, sem taka breyt-
ingu. Á sama augabragði og blóðið storknar, breyt-
ist þannig blóðvökvinn, og þar sem hann eráðurfljót-
andi, verður hann allt í einu að föstu efni; og þess
vegna mun óhætt að segja, að fáir af lesendunum hafi
sjeð hinn rjetta blóðvökva.
Af hverju kemur þá, að blóðið storknar, og hvað
gerist við storknunina? Læknar, Hffræðingar og efna-
fræðingar hafa frá ómunatið verið önnum kafnir að
leysa úr þessari spurningu, og enn þá vantar mikið á,
að henni sje að fullu svarað. þ>ó er sannað skýlaus-
lega, að þegar storknunin fer fram, botnsetjist eins
konar eggjahvítuefni, sem er kallað trefjaefni eða„fibrín“,
vegna þess, að það er trefjakennt. f>að er mjög teygj-
anlegt, og þegar það losnar úr blóðinu, tekur það hin
rauðu blóðkorn með sjer, og lykur þau í sjer, ogþeg-
ar blóðkakan losnar þess vegna frá íláti því, sem blóð-