Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 129
261
er enginn hafði áður af að segja. Menn höfðu haft eitt-
hvert veður af því, að norðustur af Victoria Nyanza væri
stórt vatn, er héti Baringo; Thomson kom þangað, og fann
að Baringo-vatn er miklu minna en haldið var; þar eru
hamrar og klungur í kring og fjöll, rúm 13,000 fet á hæð,
þar austur af. Hefir ferð þessi aukið mjög þekkingu manna
á Austur - Afríku, einkum sökum þess, að Thomson
athugaði margt, er lýtur að náttúrufræði þessara ókunnu
héraða.
Hinn hálendi Somali-skagi norðaustast á Afríku er enn
að mestu ókunnur, sökum þess, að þjóðir þær, sem þar búa,
eru svo grimmar, að þær hafa drepið flestalla ferðamenn,
er þangað hafa komið ; þó eru ferðamenn úr ýmsum lönd-
um á hverju ári að gera tilraunir til þess að rannsaka þessi
lönd ; eg skal hér að eins nefna nokkra af þeim, er þar
hafa ferðast tvö seinustu árin; eru þessir helztir: Josef
Menges, W. G. James, G. Bevoil, Hardeggerog Paulitschke.
Italir hafa gengið manna bezt fram í því, að ranusaka Abes-
sínu og Gallalöndin þar suður af, og hafa margir ágætir
ferðamenn beðið bana og heilsutjón við þær ránnsóknir.
Nýlega misstu Italir einn af sínum beztu ferðamönnum þar
syðra, G. Bianchi; hann féll fyrir vopnum villumanna á
leiðinni frá Schoa til Assab.
Ofriður falsspámannsins í Súdan hafði, eins og nærri
má geta, mikil áhrif á rannsóknir þar syðra; margir dug-
andi ferðamenn voru teknir höndum og drepnir, en þó komust
sumir undan. þegar uppreisnin hófst, voru nokkrir ferðamenn
staddir sunnan til í Súdan; frægastir þeirra eru Dr. Junker
og Emin-Bey. Junker hefir um mörg ár verið að rannsaka
Niam-Niam-löndin. Emin-Bey er mesti dugnaðarmaður,
þýzkur að uppruna, og heitir raunar Dr. Schnitzler; hefir
hann gengið í þjónustu Egypta-jarls, og ræður fyrir lönd-
um syðst í Súdan ; með honum er ítalskur herforingi, sem
heitir Casati. Syðstu Svertingjahéruðin í Súdan, sem lúta
Egyptum, tóku eigi þátt í uppreisninni, og hafa vísinda-
menn þessir því að öllum líkindum getað komizt suður á