Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 48
180
En hvaðan hefur Grág-ás fengið þetta nafn? Og
hvernig er það komið upp? Einsog mönnum er kunn-
ugt, er grágás, eða eins og nú er sagt grágæs, sam-
eiginlegt nafn á hinni gráu villigæs; og kemur orðið
fyrir í þeirri merkingu í Snorraeddu1 2; er það talið þar
með fuglaheitum jafnframt orðinu heimgás. Einnig kem-
ur Grágás fyrir sem nafn á skipi. Fornmenn kenndu
opt skip sin við fugla og nefndu þau fuglaheitum.
þannig kallaði Olafur Tryggvason eitt af stórskipum
sínum Trönuna3. ,,Látum geisa gamminn“3, sagði þráinn
Sigfússon um knörinn, sem Hákon Hlaðajarl gaf hon-
um. Grágás er og nefnt skip eitt í Sverris sögu4, er
Ormur konungsbróðir hafði í orustunni við Norðnes
við Björgvin (i 181) með Magnúsi konungi Erlingssyni
móti Sverri konungi. J>á kemur nafnið Grágás enn
fyrir sem nafn á lögbók i þrándheimi, og segir frá
henni i Heimskringlu. Eptir að Magnús konungur,
sonur Olafs helga, var orðinn fullvaxinn, varð
honum mjög þungt í skapi til þeirra manna, er upp-
reisnina höfðu hafið gegn föður hans, og fellt hann á
Stiklastöðum, og varð því hinn harðasti og refsinga-
samur mjög við þessa menn. Bændur fóru að kurra,
og lá við, að þeir gerðu uppreisn. |>á var það, að
Sighvatur orti Bersöglisvísur, og áminnti konung. Nú
getur Snorri Sturluson Grágásar, og segir svo í
Heimskringlu5: „Eptir þessar áminningar skipaðist
konungr vel við, fluttu ok margir þessi orð fyrir
konungi. Kom þá svá, at konungr átti tal við hina
1) Edda (Árna Magn. útg.) II. bls. 488.
2) Saga Olafs Tryggvasonar kap. 169. (Fornm. s. II. bls. 50).
3) Njála kap. 88.
4) Sverris saga, kap. 53, (Fornm. s. VIII. bls. 137.).
5) Saga Magnúsar góða, kap. 17 (Heimskringla útgefin af 0.
It. Unger, Kristiania 1868)'