Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 30
162
pappírshandrit af Kristinna laga þætti i bókasafni kon-
ungs (Ny kgl. Saml. IQ15, 4to), er stóð við í bóka-
skránni „nullius pretii“ (einkis virði), og finnur hann
þá, að þetta handrit er eigi alveg eins og önnur hand-
rit, er hann þekkti; síðan fann hann 3 pappírshandrit
þessu lík, er hann telur öll rituð eptir sömu bók, en þó
eigi hvert eptir öðru. þ>etta handrit í bókasafni kon-
ungs er ritað á íslandi um 1750, og hefir Eiríkur Guð-
mundsson Hoff prentari átt það; er það ritað með
fljótaskript, og er í þvi Kristinna laga þáttur og ræður
á alþingi 1720 um iögreglutilskipun. Hin handritin eru
frá frá Ingibjörgu Magnússen á Skarði, rituð á íslandi
um 1760 með settletri; í þvi er Kristinna iaga þáttur
Grágásar og hinn endurbætti Kristinnrjettur; handrit
i safni Árna Magnússonar (A.M. 181, 4to). Á bókina
er ritað 29. okt. 1685, að Oddur Jónsson eigi bókina
með rjettu, og að hún sje skrifuð að Vatnsfirði, og
síðan aukið við smámsaman. Oddur Jónsson (•f 1712)
var klausturhaldari á Reynistað, og sonur Jóns pró-
fasts Arasonar í Vatnsfirði. Oddur var kallaður hinn
digri, því hann var svo feitur og þungur, að hestar
gátu trautt borið hann1. í bókinni er Kristinna laga
þáttur Grágásar, Kristinnrjettur Árna biskups, statútur,
dómar, o. s. frv.; hið fjórða handrit er í safni Jóns
Sigurðssonar (Nr. 5, 4to); í því var Kristinna laga þátt-
ur Grágásar og Búalög. J»etta handrit hyggur dr.
Vilhjálmur Finsen muni vera hið sama sem Grímur
Thorkelín kveður vera frá Hannesi biskupi. Jón Sig-
urðsson keypti það á bókauppboði eptir Finn Magn-
ússon, prófessor, en Finnur var eptirmaður Gríms sem
leyndarskjalavörður, og því getur handritið auðveldlega
hafa komizt í hendur Finns Magnússonar; telur V. Fin-
sen það muni vera beinlínis skrifað eptir Leirárgarða-
1) Árbœkur Espólíns VII hls. 77.