Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 106
238
einungis stað um næringarvökvann. 011 þau efni, sem
eru orðin óhæf og gagnslaus fyrir lífið, og sem mynd-
ast við efnabreytinguna, verða að flytjast á burt úr
líkamanum, og verða því að berast burt í fljótandi
legi. þessi fljótandi lögur er „plasma“ eða blóðvökv-
inn; þar eð blóðvökvinn er auðugur að vatni (hjer um
bil qo°/o eða 9/10), og í honum eru steinaefni (óorganisk
efni eða sölt), er hann hinn bezti upplausnarlögur fyrir
þau efni, er ekki geta lengur orðið líkamanum að not-
um. Auk þess er hann auðugur af hinu helzta nær-
ingarefni: eggjahvítunni (7—9%), sem gerir blóðvökv-
ann að jöfnum, en nokkuð þykkum vökva, sem lítið
eitt af sundurleystu fituefni getur blandazt i, og þar
eð blóðvökvinn felur í sjer vatn og sölt, getur hann
einnig leyst upp hið þriðja næringarefnið, sykurteg-
undirnar.
Fæstir lesendur vorir hafa að líkindum sjeð blóð-
vökvann, og er það vegna þess, hve fljótur hann er
að breytast, eins og vjer munum síðar sjá, því hann
er eyðilagður næstum, þegar blóðið er komið út úr
æðinni. pegar tekið er blóð, eða þegar dýri er slátr-
að, og látið er blæða í ílát, þá sjáum vjer, að blóðið
storknar þegar, eða verður að blóðlifrum. Ef ílátið
fær að standa í kyrð, og hið storknaða blóð, blóðkak-
an, sem kölluð er, er tekin upp með hægð úr ílátinu,
þá dregst blóðkakan smátt og smátt saman, og jafn-
framt rennur gulur vökvi úr henni, svo hin rauða blóð-
kaka flýtur loks í föllituðum vökva. f>essi vökvi er
ekki blóðvökvinn (,,plasma“), heldur kallast hann blóff-
vatn, eða „blóff-serum,,í, á máli vísindamanna, og er það
hinn sami vökvi, er opt sjest dreyra úr fingri manns,
sem hefir skorið sig, eptir að hin eiginlega blóðrás er
hætt.
Blóðið storknar ekki jafnfljótt úr öllum dýrum.
Hrossablóð storknar seinna en nokkurt annað blóð,