Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 37
169
og viðbætur, og að endingu eru 6 blöð, þar sem eru
steinprentuð sýnishorn af handritunum.
í þessum 3 bókum, Konungsbók, Staðarhólsbók
og brotunum, er komu út í fyrra, eru prentuð öll
þau handrit af Grágás, bæði á skinni og pappír, sem
nokkuð kveður að1. Til þess að hvergi skyldi verða
neitt handrit eptir, sem nokkurs væri um vert að kæm-
ist á prent, hefur dr. Vilhjálmur Finsen rannsakað og
farið yfir bæði skinnhandrit og einnig pappírshandrit
í öllum bókasöfnum í Kaupmannahöfn, safni Bók-
menntafjelagsins, bókasafni konungs, safni Arna Magn-
ússonar ogbókasafni háskólans ; enn fremur hefur hann
rannsakað bókasafn Jóns Sigurðssonar, fengið lánuð
handrit af Grágás frá öðrum bókasöfnum, og ritazt á
við beztu fræðimenn á íslandi, Englandi, J>ýzkalandi
og í Noregi, til þess að fá hjá þeim upplýsingar um,
hvort þeir vissu eigi um neitt merkilegt handrit af
Grágás. Árangurinn af þessum rannsóknum er eigi
Iftill; er þar fyrst að nefna, að eptirrit af Leirárgarða-
bók hafa fundizt; enn fremur má nefna pappírshandrit
frá 1600 (A.M. 125 A) með smágreinunum úr Grágás,
er menn nú fyrst hafa fengið ljósa hugmynd um; eru
greinarnar ritaðar eptir handriti af Grágás, sem nú er
týnt og hefur verið ólíkt bæði Konungsbók og Stað-
arhólsbók2. J>á er enn pappíshandritið (M. Steph. 17)
í safni Árna Magnússonar, þar sem er greinin um
1) Aukþeirra, sem út eru gefin, eru mjög mörg pappírshandrit
af Grágás, sem eru rituð eptir þeim handritum, sem prentuð eru;
nefnir dr. Yilhjálmur 73; eru 24 rituð eptir Konungsbók eða
hlutum af henni, 30 rituð eptir Staðarhólsbók eða hlutum af
henni, 6 rituð eptir Kristinna laga þætti í Skálholtsbók, 5 eptir
Kristinna laga þætti Staðarfellshókar, 1 eptir Kristinna laga þætti
Arnarbælishókar, og 6 eptir ýmsum handritum. Grágás 1883, bls.
XLIX—LYI.
2) Grágás 1883, bls, IX—XIV.