Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 35
167
ið, ogf eru hjer prentaðar eptir því smágreinarnar
úr Járnsíðu.
6. Smásetningar úr Konungsbók, þar sem merki hef-
ur verið gjört við utan máls, svo sem að greinin sje
nýmæli eða einhver önnur merki.
7. Smáræmurnar í safni Árna Magnússonar (A.M. 315
fol. Lit. C), er einnig voru prentaðar í viðbæti við
Konungsbók; eru þær nú prentaðar hver fyrir sig,
og síðan prentað allt meginmálið, eins og líklegt er
að verið hafi á skinnblaðinu upprunalega.
8. Tvö skinnblöð1 á háskólabókasafninu (F. Magn. 161,
4to) í 4blaða broti, rituð um 1380; á þeim er end-
irinn af Kristinnrjetti Árna biskups, og upphafið á
Kristinna laga þætti Grágásar. Er hann eins og
sá, sem er í Staðarfellsbók, og ritaður eptir sama
handriti, sem sú bók, og sjest það af þvi, að þessi
blöð eru sumstaðar rjettari en Staðarfellsbók.
6. Skinnhandrit2 í bókasafni konungs (Gl. kgl. Saml.
1812, 4to) í 4 blaða broti, ritað um 1250, ákaflega
merkilegt; það er mestmegnis um rímtal; er þar
ein setning, sem svarar til setningar í 19. kap. í
Konungsbók, og er svo: „Dagr kemr fyrr en nótt
alls misseris tals“, og er hún prentuð á bls. 716.
Auk allra þessara handrita, sem dr. Vilhjálmur
Finsen hefur gefið út, hefur hann samið ýmsar rit-
gjörðir, sem prentaðar eru með í útgáfunum, bæði til
þess að skýra Grágás og lýsa handritunum. þannig
var formáli með Konungsbók (I—IV), þar sem henni
var lýst i fáum orðum, einkum í samanburði við Stað-
arhólsbók, og talað um aðferðina við að gefa hanaút.
Enn fremur fylgdi henni útlegging af Konungsbók á
dönsku; þessi útlegging var í fyrstu prentuð jafnhliða
1) Grágás 1883, bls. XLIV.
2) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 180—185. Grágás 1883, bls. XL.