Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 2
2
þá var vandinn að finna, eigi aðeins hve mikið kjöt láta
skyldi fyrir tiltekna upphæð af korni, heldr og fyrir svo
eðr svo mikið af fiski eðr smjöri. Með fám orðum sagtr
menn þurftu að vita og hafa á reiðum höndum hlutfali
eðr verð hvers hlutar í samanburði við hvern hlut ann-
an, er gekk kaupum og sölum manna í milli. En verð
hlutanna er nú hið sama sem dýrleikshlutfall þeirra. Nú
svo sem menn fundu kvarða til að mæla stærðir og þó
einkum lengd hlutanna, svo fundu þeir og að hafa mætti
einn hentugan hlut til að mæla með verð hlutanna. Þessi
hentugi hlutr eðr vara fundu forfeðr vorir að var vað-
málið, því vaðmálið, vararfeldir og grávara eðr skinnavara
var helzti kaupeyrir þeirra, og þó einkum vaðmálið. Þeir
gerðu þvi vaðmálið að mælikvarða verðlagsins eðr að-
v e r ð m æ 1 i, sem svo er kallaðr. Alin vaðmáls var ein-
ingin eðr e i n d i n að verðmáli, svo sem alinnar kvarði
var eindin að lengdarmáli. Við þenna mælikvarða, alin
vaðmáls, var verð allra hluta miðað og álnum talið fyrir
gangandi fé utan eðr friðan pening; hann var allr miðaðr
við kúna. En hvorki var kýrin né alin vaðmáls verðlögð
að alþíngismáli, og er það skír vottr þess að báðar þær
voru verðmælir, því eigi verðleggjum vér krónuna, heldr
alla hluti eftir krónum. í fornöld var því verðmælirinn
a 1 i u v a ð m á 1 s og k ý r i n*. En eigi fæ eg séð, þótt
sumir haldi því fram, að silfr hafi nokkurn tíma verðmæl-
1) Svo fastheldnir voru forfeðr vorir við vaðmálsreikníng-
inn, að hann stóð lengst fram eftir öldum. I viðskiftum Islend-
ínga og kaupmanna var silfrreikningrinn eðr peníngareikníngrinn
fyrst leiddr i lög með tilsk. (kaupskránni) 30. maí 1776; en vað-
málsreikningrinn stóð enn óbreyttr manna á milli nokkra stund.
Eyrir silfrs (spesia, er og hét ríkisdalr og dalr) var í viðskiftum
landsmanna á 30 álnir, en í viðskiftum við kaupmenn á 24 álnir.
Dýrleikshlutfall silfrs við vaðmál var þvi hjá landsmönnum 1:5,
en hjá kaupmönnum sem 1:4, það er hið sama verð sem var á
lögsilfrinu forna.