Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 3
ir verið hér á landi lengst fram á 18. öld, þótt það hald-
ið hafi verðnöfnum sinum og reikningseindum: mörk,
eyrir og örtugr, og fengi í viðbót verðnafnið hundr-
að. Annað mál er það, að gull og silfr er ásamt fleirum
hlutum lögeyrir. En lögeyrir þýðir lögmætan gjaldeyri,
og sem verðnafn merkir lögeyrir sex álnir vaðmáls, er eg
ætla komið af því, að eigi þóktu þeir hlutir lögmætr
gjaldeyrir, er voru minna virði en sex álnir, nema svo
væri kveðið á í lögum, svo sem var um melrakkaskinn.
Siðar mun mönnum hafa þókt sex álna eyririnn of hár
lögeyrir, og því felt hann ofan í 3 álna eyri. Gull og
silfr er og miðað við vaðmál í fornlögum vorum, svo
vaðmálið er þar verðmælir, en silfr eigi. Þar segir svo:
»Ef mæltir eru lögaurar með mönnum, ok eru lögaurar
kýr ok ær. Þat er ok lögeyrir sex álnir vaðmáls. Brent
silfr er enn, ok er eyrir at mörk lögaura. Enda lögsilfr
þat er meiri litr sé silfrs á en messíngar, ok þoli skor
ok sé jafnt utan ok innan. Melrakkaskinn 6, þat er enn
lögeyrir« Grg. I b, 141, II 214. Sama kemr og fram í
alþíngissamþykt um fjárlag manna, er gjörð var, að áliti
Jóns Sigurðssonar, á siðara hluta elleftu aldar eðr um
ellefu hundruð; en mun naumast ýngri vera en frá 1080
(sbr. ísl. fornbr. I 1648_9). Þar segir svo: »Þat er
fjárlag at alþíngismáli, at 6 álnir vaðmáls gilds nýtt ok
ónotit skuli vera í eyri«. Síðan eru taldir vararfeldir,
skinnavara og mórent vaðmál, silfr og gull, járn og katl-
ar, og er verð allra þessara hluta miðað við 6 álna eyri,
svo vaðmálið er hér auðsjáanlega verðmælirinn. Siðan
segir: »Þetta er enn fjárlag at kýr þrévetr« o. s. frv.,
og er alt kvikfé miðað við kúna eðr kýrverðið, þótt ekki
verð sé lagt á hana Grg. I b, 192—93. Að ekkivarfast
verð sett á kúna að alþíngismáli stafar og meðfram af
þvi, að i héruðum landsins var mismunandi verð á fríðu
1*