Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 78
þá kom maður handlaus,
og skaut fuglinn bogalaus.
Og allvel þykir oss Gestumblinda farast orð, er hann
reynir getspeki Heiðreks konugs, t. d. er hann segir:
Hverr byggir há f)öll?
Hverr fellr i djúpa dali?
Hverr andalauss lifir?
Hverr æva þegir?
Mannjöfnuður var líka einskonar kappræður,
þar sem ágæti tveggja manna var jafnað saman. Bærust
einhverjir atkvæðamenn i tal við drykkinn, hófust einatt
umræður um, hvor fremri væri. Sjaldnast urðu allir á
eitt sáttir; einn lofaði þenna, annar hinn. En þetta var
nú í rauninni ekki eiginlegur leikur. Það var mannjöfn-
uðurinn aptur á móti, er hver og einn skyldi taka sér
jafnaðarmann. Hann valdi þá einhvern, er hann
helzt þóttist mega jafna sér við, og færði rök fyrir val-
inu. Væru báðir jafnaðarmenn viðstaddir, spunnust einatt
langar kappræður milli þeirra; hvor í kapp við annan
lofuðu þeir ætt sina og íþróttir, afrek og manngildi, ým-
ist 1 ljóðum, ýmist í óbundinni ræðu. Ella svöruðu aðr-
ir fyrir hönd þess, er eigi var við1. Það er eðlilegt, að
1) Merkasta dæmi þessa ölsiðar er deila þeirra bræðra,
Sigurðar konungs Jórsalafara og Eysteins (Hkr. III 291—4).
Eitt kvöld, er þeir voru saman að veizlu, var munngát slæmt og
menn liljóðir. Brýtur Eysteinn þá upp á þvi að hafa mannjöfn-
uð að ölteiti: „mun ek taka þik, bróðir, til jafnaðarmannz mér.
Færi ek þat til, at jafnt nafn höfum vit báðir og jafna eign; geri
ek engi mun ættar okkarrar eða uppfæzlu“. Þá svarar Sigurðr
konungr: „Mantu eigi þat, er ek braut þik á bak, ef ek vilda,
ok vartu vetri eldri ?“ „Eigi man ek hitt siðr“, segir Eysteinn,
„er þú fekt eigi leikit þat, er mjúkleikr var i“. „Mantu, hversu
fór um sundit með okkr; ek mátta kefja þik ef ek vilda“. Ey-
steinn segir: „Eigi svam ek skemra en þú, ok eigi var ek verr