Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 96
96
þeirra, er stýra göngu sólar og tungls, er nefndur Mund-
ilfæri, og getur þýðing þess heitis varla verið önnur en
»sá, sem færir möndul«l 2, en sá möndull, sem faðirSólar
færir, hlýtur að vera möndull heimskvarnarinnar, sem
forfeður vorir hafa hugsað sér að kæmi á stað hinni
reglubundnu hreyfingu hafsins og snúningi stjörnuhvolfs-
ins. Kvörnin mun hafa verið eina gangvélin, sem ger-
mönsku þjóðirnar þektu um langan aldur, og var eigi
mót von, þótt barnalegt ímyndunarafl þeirra léti hana
endurspeglast í stærstu gangvélinni, sem þær höfðu grun
um að til væri, enda hefir lík hugmynd vakað fyrir Forn-
Indum, sem sjá má af Rigveda, þótt þar sé eigi getið um
kvöm þá, sem höfð er til að m a 1 a k o r n *, heldur ann-
ars konar kvörn (sbr. indversku söguna í Eimr. IX. 194
—7). Kvæðin í Rigveda nefna þann, sem stýrir heims-
kvörninni og ræður hreyfingu stjörnuhvolfcins, Savitri,
og er hann talinn faðir Sólar, eins og Mundilfæri, en
jafnframt skapandi goðmagn, eins og Lóðurr í Völuspá
{18), sem virðist vera einn af Burssonum (bróðir Óðins)
og með því nafnið Lóðurr táknar að líkindum þann sem
lætur blossa koma upp (sbr. þýzka sagnorðið 1 o d e r n)
getur það vel verið eitt af heitum Mundilfæra, sem
1) „Hundill11 mun vera tilbreyting af „mondull“, en ekki
þýða v e r n d, eins og Mogk hyggur (Myth. 1051). — Guðbr.
Yigfússon setur (i orðabók sinni: Dict. 437) „mundill“ i samband
við: „the veering round or the revolution of the heavens11. í rúss-
neskum þjóðkvæðum um Elias frá Murom („Ilja Moromets", eftir-
mynd Þórs) virðist koma fram óljós endurminning nm möndul
heimskvarnarinnar, þar sem sagt er, að Elíasi hafi fundist hann
vera svo sterkur, að hann gæti hrist himininn, ef bjálki frá himn-
um væri festur við jörðina (sjá: For Ide og Virkelighed 1869:
-345. bls.).
2) Orðin „korn“ og „kvern“ (hjá Gotum quairnus, hjá
Litövam girnos) virðast eiga kyn sitt að rekja til sama stofnorðs
(á sanskrít „kúrnu“, Mommsen: Röm. Gesch. I. 16).