Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 200
200
hverjum fornkonuugi með Ragnars-nafni, og hafi þær svo
að einhverju leyti blandast saman við sögurnar um vik-
ingahöfðingja þeirra tima í munnmælum seinni alda; að
minsta kosti bendir það til þess, sem stendur í forndönsku
konungatali (S. R. D. I. 28) um »Ragnar Álfsbana« (»Regn-
er Alfbane«) skamt á undan Haraldi hilditönn (sbr. »Ragn-
ar Hundingsson Svíakonungs« hjá Saxa II. 68). Það er
því alls eigi rétt, að tala um »Ragnar loðbrók« sem'
»frægan víkingaforingja« á fyrra helmingi 9. aldar, og
draga af því þá ályktun, að allar ættartölur frá »RagnarL
loðbrók« sé tómur tilbúningur íslendinga. Þótt sanna
megi, að eigi sé rétt, að telja t. d. ætt Breiðfirðinga til
Ragnars þess, er vann París 845 og dó skömmu síðar,
þá er það engin sönnun þess, að Ari fróði hafi eigi haft
eitthvað fornt fyrir sér i því, að telja ætt sina til »Ragn-
ars loðbrókar* (sem ýmsar fornsagnahetjur standa á bak
við), eins og í þvi, að telja hana til Ynglinga, hvort sem
ættfærslan á rót sina í sannri frændsemi Ynglinga við
Danakonunga (sbr. ritgjörð mina: »Skilfingar eða Skjöld-
ungar« Ark. XIX. 181—90), eða að eins í fornum á-
trúnaði (goðhetjusögum um »Ragnar Álfsbana« eða »Loð-
brók« og »Loðbrókarsonu«, sbr. G. V.: Safn I. 252 og
V. Rydberg: »Hjáltesagan á Rökstenen* § 13). Adam
frá Brimum (II. 22) telur ætt Hákonar jarls hins rika til
»Ingvars« (Loðbrókarsonar ?) og »jötna«, og hefir auðsjá-
anlega heyrt eitthvað um ættfærslu bans til jötna, sem
oss er kunn af Háleygjatali, og líklega um frændsemi
hans við »Loðbrókarsonu« (sbr »Inguar filius Lodparchi«
I. 39). Hér væri þá bending um ættartölur frá »Loð-
brókarsonum«, sem kunnar hefði verið í Danmörku á
II. öld, en auðvitað er ekki fullar reiður á því að henda.
Hinu verður að halda fast fram, unz hið gagnstæða er
sannað, að Islendingar hafi ekki búið til ættartöjur frá
»Ragnari loðbrók« út í bláinn eða móti betri vitund,