Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 56
$6
er hraun, sem eldra er en síðasti jökull, sem legið hefur
þarna yfir, en þó yngra en skeljalögin; vil jeg ekki rita
meira um þetta og fleira þar um slóðir, fyr en eg hef
reynt að skýra það betur fyrir mjer.
Ekki verður annað sjeð, en að skeljalögin í Foss-
vogi (og víðar) segi frá því, að jöklarnir hafi, þegar þau
mynduðust, verið miklum mun minni en þeir voru áður
og siðan. Ef til vill er það á þessu tímabili, sem runn-
ið hefur dolerithraunið er sjest hjer og hvar á láglendinu
fyrir austan Geysi.1
Um þetta mál, sem getur haft talsverða vísindalega
þýðingu, má nú fá vitneskju með því að rannsaka ná-
kvæmlega skeljarnar i þessum lögum, og verður það
vonandi gert. Einmitt þess vegna þykir visindamönnum
svo mikið varið í lög með lífrænum leifum, og ekki sízt
skeljum, sem áreiðanlega sjeu ekki yngri en ísaldatíma-
bilið og heldur ekki eldri, (»interglacial« lög) að af slík-
um leifum má marka svo mikið um loftslagsbreytingar á
þessu þýðingarmikla og undarlega timabili, og eins um
breytingar á sjávarmálinu. Slík lög eru ekki algeng.
Jöklarnir hafa víðast hvar sópað burt lifrænum leifum af
landinu sem þeir fóru yfir, og eyðilagt þær, en oft verð-
ur ekki fengin áreiðanleg vissa fyrir, að lög með dýra-
jurta- eða jafnvel mannaleifum hafi myndast á ísaldatíma-
bilinu, þó að menn telji nokkur líkindi til þess að
svo sje.
Hjer á landi virðist haga svo til, að unnt muni
vera að taka af skarið í sumum vafasömum spurning-
um, er ísaldatímabilið snerta, og styðst jeg í þessu við
álit þess manns, sem óhætt er að telja einna fremstan
i þessari vísindagrein, en það er prófessor dr. A. Penck
í Vínarborg.
1) Á þetta hraun er minnst í: Nýjungar í jarðfræði Is-
lands; Eimreiðin, 1900 bls. 52—57.