Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 184
184
R a f n s á Jómsvíkinga sögu. Það var bitur og sorgleg
deila, sem betur hefði verið að eigi hefði átt sér staðr
einkum af þvi að annar eins íslands vinur og Rask var
annar málsaðili og hann tók sjer deiluna mjög nærri.
Baldvin ritaði þá tvo bæklinga, annan þeirra mjög lang-
an, og voru þeir báðir prentaðir það ár (1831). Af því
aðdr. Björn Magnússon Olsen hefur lýst vel
deilu1 þessari, skal eigi talað nánar um hana hjer, enda
yrði það oflangt mál, ef ætti að gera það til hlitar, því
að svo miklar heimildir eru til um hana, sem enn hafa
eigi verið notaðar. Að eins skal þess getið að danskur
maður, sem hjet L a r s e n, mun hafa ritað ritdóminn,
en Þorsteinn Helgason hjálpað honum nokk-
uð,2 en þetta vissi Baldvin eigi, og hugði að Þorsteinn
væri höfundurinn. I annan stað hafði deila þessi ýms
óþægindi í för með sjer fyrir Baldvin, sjerstaklega heima
á íslandi. Þar snerist hver á fætur öðrum á móti hon-
um og sumir reyndu að skaða hann með þvi að segja
Ármanni upp. Af höfðingjum mátti heita að allir sner-
ust á móti honum, nema Bjarni Thorarensen og Gunn-
laugur Oddsson. Bjarni Thorsteinsson ljet hann eigi held-
ur gjalda deilunnar, þótt honum mislikaði hún mjög. Hann
var svo mikill rósemdar og vitsmunamaður að hann gat
dæmt hitalaust um hana.
íslenskir námsmenn við háskólann skipuðu sjer apt-
ur á móti utan um Baldvin á þessum árum. Hann hafði
reynt að hafa góð og vekjandi áhrif á þá. Vorið 1829
hafði hann farið að hugsa um að koma á fjelagsskap-
meðal þeirra, eða jafnvel meðal allra íslendinga, sem þá
voru i Kaupmannahöfn. Hann sá að ekkert band var
1) Sjá Timarit Bókmentafjelagsins IX, 29—38.
2) Sbr. brjef Bjarna Tborarensen 27. júli 1831 til Finns-
Magnússonar; einnig brjef Gunnlaugs Oddssonar 24. febr. 1832:'
til sama.
*