Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 35
35
milli, og kvað vera mjög einkennilegt, að sjá þessi dýr
með tóuhausana fljúga um, sem fuglar væri, og setjast
á trjen'. Leðurblökurnar eru fleygar sem fuglnr, og eru
þær einu spendýrin, sem flugdýr geta heitið með rjettu.
Að vísu er talað um flug-íkorna og flug-apa (petaurus,
pokadýr) en þessi dýr hafa aðeins nokkurskonar flugfit
milli fram- og afturlima, og geta þessvegna stokkið á-
kaflega langt greina á milli; þau eru ámóta flugdýr og
flugfroskarnir og drekarnir (d r a c o), sern áður var
getið um.
Flest spendýr geta synt; þ. e. öll þau dýrin, sem
þurfa ekki annað en bera limina líkt og á gangi, til að
fljóta; svo er, til dæmis að taka, um hesta og hunda. En
ef apar detta í vatn, bregða þeir ekki fyrir sig neinum
sundtökum og drukkna, ekki síður err menn, sem ekki
hafa lært sund.
Mörg stig eru í afturhvarfi spendýranna til lagar-
ins, frá otrunum, sem að vísu taka fæðu sína í sjó eða
vatni, en jeta hana á þuru landi, og til hvalanna og sæ-
kúnna, sem eru nokkurskonar fiskar í spendýraröð. Bygg-
ing dýranna breytist þegar þau fara að stunda sjó; þau
verða stutthærð og þjetthærð, eða jafnvel alveg hárlaus
einsog hvalirnir; en fitulagið undir hörundinu verður þeim
mun þykkra, og er það sjávarspendýrunum að nokkru
leyti það sem lofbelgirnir eru fuglunum, það hjálpar þeim
til að fljóta, en heldur líka á þeim hita. Dýrin umskap-
ast við sundið, einkum afturlimirnir og halinn og skiftir
þar einkum í tvö horn; sum beita mest afturfótunum en
lítið halanum, og hafa ekki orðið miklar breytingar á
honum, en því meiri á afturfótunum; á hafotrinum (Latax
1) Það ber við að flug-refirnir eru á ferðinni um hábjart-
an dag; en vanalega balda þeir þó kyrru fyrir á daginn, en fljúga
út þegar dimmir, eins og aðrar leðurblökur.
3*