Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 59
59
mikið fyrir að gjöra smápoll að útsænum, hefilspón að
herskipi, hrífutind að manni. Og hver velur sér leik
eptir eðli sínu og skapferli. Búmannsefnið leikur bónd-
ann, er hirðir hjarðir sínar, farmannsefnið fer með skip
sin landa á milli o s. frv. Og þó að leikar þessir séu
framdir í gamni, þá miða þeir þó ósjálfrátt til annars
meira en augnabliks eptirlætis. Þeir eru börnunum nokk-
urskonar uppeldisskóli undir störf fullorðins áranna.
Líkt er því varið um »sport« (íþróttir og útileika)
unglinganna og fullorðna fólksins. Það er annars vegar
afspringur af lifnaðarháttum þjóðarinnar o° hins vegar
þýðingarmikið uppeldismeðal fyrir einstaklingana. Enda
er það iðkað ekki einungis fyrir gamans sakir, heldur og
jafnframt til menningar.
I stuttu máli, leikar og íþróttir eru hvort tveggja í
senn: e p t i r m y n d i r af lífinu og u n d i r b ú n i n g-
u r undir lífið.
Þegar vér lítum yfir aldursár hinnar íslenzku þjóðar,
þá birtir oss þeim mun meir fyrir sjónnm sem lengra
dregur aptur í tímann. Lengst í fjarska, á bak við sort-
ann, lýsir fornöldin »sem leipíur um nátt«. Þar hittum
vér fyrir þrekdjarfa kynslóð, er lifir dáðrökku lifi við
frelsi, auðsæld og glæsilega menningu, Og et vér skygn-
umst eptir orsökunum til hins dæmafáa þroska þessa forna
þjóðfélags, — þroska, er bregður leiðarljósi fyrirmyndar-
innar langt fram um aldir, — þá verðum vér þess varir,
að hann á sér að vísu dreifðar rætur, en að flestar þeirra
■eru þó runnar úr jarðvegi fornra trúarhugmynda. A þeim
hvildi hin rammeflda ættrækni og forfeðraást, sem var
atkvæðanresta gjörmagnið í þjóðlífi Norðurlandabúa og
markaði sér hvervetna spor í menningu þeirra. Dærai
feðranna frægu, er sigldu um sæ á borðfögrum snekkjum
■og frömdu afreksverk víða um lönd eða sátu að búi sínu
við rausn og mannvirðingar, var hin lýsandi stjarna á