Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 31
segja, að hugmyndirnar um englana, vængjaðar verur,
sísyngjaudi af sælu, sjeu nokkurskonar viðurkenning
mannkynsins á þessu, sem hjer hefur verið drepið á.
Hugmyndir um tign og yndi eru tengdar við flug
fuglanna, frá erninum sem »vofir yfir jörð«, liggjandi í
loftinu á sínum breiðu vængjum, og til smáfuglanna, sem
þjóta um óðfluga. Flugfæri fuglanna eru ekki ein-
ungis framlimir þeirra, eins og átti sér stað hjá fyrir-
rennurum þeirra, flugdrekunum, heldur eru festar við
framliminn eða höndina flugfjaðrir, nokkurskonar afar-
stórvaxin og greinótt hár; annarskonar fjaðrir, — skjól-
fjaðrir — hlifa kroppnum og gera hann mikinn um sig
í samanburði við þyngdina; þeir stýra sjer með stjelfjöðr-
urn en sjálft róubeinið er lítið, ummyndað og úr því
dregið; er það skiljanlegt, þar sem svo mikið hefur verið
lagt til framlimanna; bringuvöðvarnir eru afarstórir og
sterkir til að geta veifað vængjunum, og hefur vaxið upp
úr bringubeininu há bryggja til þess að vöðvarnir gætu
orðið því stærri; er þetta afleiðing af fluginu, og af sömu
ástæðu voru líka bringubryggjur á flugdrekunum og eins
er á leðurblökunum, flugdýrunum í spendýraröð, sem
seinna verður minnzt á nokkru nánar. Þrátt fyrir allan
þennan útbúnað gætu fuglarnir þó ekki flogið, væru ekki
innan i þeim loftbelgir, sem þeir blása út, um leið og
þeir anda; verða þeir við það meiri um sig og ljett-
ari að tiltölu.
Til eru fuglar, sem segja má um, að þeir sjeu nær
fótalausir; svo eru fæturnir smáir og dregið úr þeim, að
fuglarnir geta ekki gengið á jafnsljettu; flug þessara fugla
er frábærlega gott; þeir henda á lofti fæðu sína og þurfa
ekki gangs með, en hvíla sig í klettaskorum o. s. frv.
Slíkur fugl er múrsvalan (Cypselus apús; apús
þýðir: fótalaus).