Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 36
3é
eða enhydra lutris) til dæmis að taka, eru aítur-
fæturnir mjög stórir, dálítið sviplikir selshreyfum, með
sundfit og er stærst yzta táin, (»litla táin«) af því að
mest reynir á hana Mjög eftirtektarvert er það, að fram-
fætumir á þessu dýri eru vanalegir rándýrsfætur, lítið
sem ekkert umbreyttir; framfæturnir á haf-otrinum bera
vott um fastheldni dýrsins við þau einkenni, sem forfeð-
ur þess höfðu aflað sjer, en afturfæturnir um nýbreytn-
ina eftir breyttum lifsskilyrðum.
Ennþá breyttari eru selirnir frá því, sem forfeður
þeirra landrándýrin hafa verið1; selsrófan er mjög lítil,
og dregið úr henni. Þó má segja, að selirnir syndi
með sporði, því að aftari hluti búksins er sporðlagaður,
og hreyfunum beita þeir ekki hvorum fyrir sig, heldur
leggja þá saman, svo að þar verður sundblaka aftan á
búknum, líkt og sporðugginn er á sporði eða »rófu« fisk-
anna; en allt er sundfæri selanna nokkurskonar eftirlíking-
ar- eða »falskur« spoi ður. Þarna má sjá skemmtilegt dæmi
þess, hvernig náttúran smíðar sama verkfærið úr ýmis-
konar efni; en annað mjög fróðlegt dæmi eru vængirnir
á flugdrekum, fuglum og leðurblökum, og hefur stuttlega
verið minnst á það áður.
Þegar forfeður selanna fóru að gerast sjávardýr, hef-
ur líklega verið svo diegið úr rófunni, að hún varð ekki
notuð fyrir sundfæi i; v.ir því litil rækt lögð við hana, en
»sporðinum« komið upp af öðrum efnum. Allt öðru
máli er að gegna um skorkvikindaætu þá sem potamo-
gale nefnist, eitt hið einkennilegasta spendýr; potamo-
gale lifir við ár og í ám um miðja Suðurálfu vestanverða;
hún er um i alin á lengd og nærri helmingur af þeirri
lengd er rófan; er hún sannnefndur sporður, nærri jafn-
digur búknum efst, og þykkari en hún er breið, nokkuð
1) Sjá um seli: Timarit, 1902, bls. 135—37 og Grænlands-
för, bls. 27 og 105 (sjerpr.).